Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 34
34 F I S K I R A N N S Ó K N I R skemur í Norðursjó. Um miðjan júní sest sólin t.d. í nær 8 klst. á 54°N austan Bretlands, en rétt tyllir sér í nokkrar mínútur á 66°N vestan Íslands. Fæða skarkolans við Ísland eru einkum botnlægir hryggleysingj- ar, mest skeldýr og burstaormar (Ólafur K. Pálsson, 1985). Kolinn heldur sig því við botninn við fæðuöflun. Auk þess étur kolinn síli sem algengt er á sandbotni á grunnslóð vestanlands. Sílið leitar oft upp í sjó og verður þá ýmsum dýrum að bráð, t.d. hvölum, sjó- fuglum og fiskum. Skarkolinn virðist hins vegar sitja fyrir sílinu á botninum eða taka það nærri botni. Þessi rannsókn sýnir að raf- eindamerki geta gefið mikilvægar upplýsingar um lifnaðarhætti fiska. Með nýrri kynslóð merkja, með meiri upplausn mælinga og stærra minni, eykst nákvæmni merkingatilrauna enn frekar. Stefnt er að notkun slíkra merkja við fyrirhugaðar rannsóknir á skarkola við Norðurland. Þakkir Áhafnir dragnótabátanna Auð- bjargar SH og Steinunnar SH fá þakkir fyrir aðstoð við merkingar. Fjölmörgum samstarfsmönnum á Hafrannsóknastofnun og starfs- mönnum Stjörnu Odda er þökkuð ýmiskonar aðstoð. Sjómönnum og öðrum sem skiluðu merkjum þökkum við sérstaklega, án þeirra framlags væri rannsókn sem þessi óframkvæmanleg. Heimildir Beverton, R.J.H., 1964. Differ- ential catchability of male and female plaice in the North Sea and its effect on estimates of stock abundance. Rapp P-V Réun Cons Int Explor Mer 155: 103- 112. Hefford, A.E., 1909. The proportionate distribution of the sexes of plaice in the North Sea. Rapp P-V Réun Cons Int Ex- plor Mer 11: 135-176. Jóhannes Sturlaugsson og Konráð Þórisson, 1995. Notkun mælimerkja við rannsóknir á gönguhegðun laxa á grunnsævi undan Vesturlandi. Veiðimaður- inn 147: 26-39. Jóhannes Sturlaugsson. 1996. Huliðsheimur sjóbirtingsins að opnast. Morgunblaðið 4. febrú- ar 1996. Jóhannes Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson og Tumi Tómas- son, 1997. Mælimerkingar á bleikju: Gönguhegðun í sjó og ferskvatni. Veiðimálastofnun. VMST-R/97023. Ólafur K. Pálsson, 1985. Fæða botnlægra fiska við Ísland. Nátt- úrufræðingurinn 55: 101-118. Vilhjálmur Þorsteinsson, 1995. Tagging experiments us- ing conventional tags and elect- ronic data storage tags for the observations of migration, hom- ing and habitat choice of the Icelandic spawning stock of cod. ICES CM 1995/B:19. Vilhjálmur Þorsteinsson, 1999. Atferli þorsks séð með raf- eindamerkjum. Morgunblaðið, Úr verinu, 29. desember. Woodhead, P. M. J., 1966. The behaviour of fish in relation to light in the sea. Oceanogr. Mar. Biol. Ann. Rev. 4: 337-403. Göngur frá fæðuslóð Hægt er að skoða afmörkuð tímabil sérstaklega. Hér höfum við tekið út þann hluta lengsta ferilsins sem sýnir göngur frá fæðuslóð. Ferillinn byrjar að kvöldi 18. nóvember með skrán- ingum á 4 klst fresti (grænn ferill). Eftir miðnætti virðist kolinn fara upp í sjó, um 25 m frá botni, og kemur aftur niður að botni undir morgun. Um daginn er hann sennilega við botn því greina má flóðbylgjuna sem 3-4 m breytingu á dýpi. Eftir miðnætti aðfaranótt 20. nóv- ember fer kolinn aftur upp í sjó og kemur niður að morgni líkt og daginn áður. Næstu tvo daga er mælitíðni 30 mínútur (hvítur ferill) og þá fást mun nákvæmari upplýsingar um at- ferli kolans. Kl. 01:30 fer kolinn frá botni (60 m) og er kominn upp í sjó á 20 m dýpi klukku- stund síðar. Hann dýpkar síðan á sér aftur en er síðan kominn alveg upp undir yfirborð kl. 05:00. Kl. 07:00 er kolinn síðan kominn aftur niður á botn á 60 m dýpi og heldur sig þar yfir daginn. Seinni part dags tekur kolinn aðra rispu upp í sjó sem stendur frá 16:30 - 21:30. Enn fer hann upp í sjó eftir miðnætti aðfaranót 22. nóvember og kemur niður á 70 m dýpi kl. 06:30. Hann heldur sig við botn allan daginn og fimmtu nóttina í röð fer hann síðan upp í sjó. Ath: Gráir borðar sýna tímann frá sólsetri til sólarupprásar. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 19. nóv. Tími Hængur 39 D ýp i ( m ) 23. nóv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.