Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 41

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 41
41 F I S K A R Gleypir, Chiasmodon niger Einn veiddist á 1215-1190 m dýpi í Grænlands- sundi rétt austan Dohrnbanka (65°29´N, 29°00´V). Hann mældist 18 cm langur. Bleikmjóri, Lycodes luetkeni. Tveir veiddust í október árið 2000 en áður höfðu þrír fengist á Íslandsmiðum 1995 og 1996. Bleikmjóri, Lycodes luetkeni Tveir, 35 og 47,5 cm langir, veiddust á 613-634 m dýpi norður af Hornbanka (67°35´N, 21°49´V). Þetta munu vera fjórði og fimmti fiskur þessarar tegundar sem veiðist á Íslandsmiðum en fyrst veidd- ist bleikmjóri á Íslandsmiðum í júlí 1995 en þá veiddust tveir, sá fyrri á Rauðatorginu undan Aust- fjörðum en sá síðari út af Þistilfjarðargrunni. Sá þriðji bættist við í október 1996 en hann veiddist djúpt suðaustur af Gerpi. Djúpmjóri, Lycodes terraenovae. Tveir veiddust í október árið 2000, annar út af Látragrunni en hinn út af Stokksnesgrunni. Ný tegund á Íslandsmiðum. Djúpmjóri, Lycodes terraenovae Tveir veiddust í þessum leiðangri. Sá fyrri á 1053- 1073 m dýpi í Grænlandssundi út af Látaragrunni (65°21´N, 28°22´V). Hann var 30 cm að sporði. Sá síðari sem mældist 50 cm að sporði veiddist á 1178- 1187 m dýpi út af Stokksnesgrunni (63°34´N, 14°10´V). Þetta er ný tegund á Íslandsmiðum. Hún hefur áður veiðst næst Íslandi suðvestan Færeyja og vestan Írlands. Auk þess hefur fiskurinn veiðst í land- grunnshalla undan Flórída, Nýfundnalandi og í Dav- issundi vestan Grænlands. Einnig undan Vestur Afr- íku og vestan Suður Afríku. Dökki sogfiskur, Liparis fabricii A.m.k. 31 dökkir sogfiskar veiddust á 362-1136 m dýpi á svæðinu frá norðanverðum djúpmiðum Vest- fjarða (66°47´N, 24°57´V) til Norðausturmiða (67°23´N, 15°55´V). Fiskar þessir voru 9-24 cm. Slétthyrna, Chaenophryne longiceps Ein 18 cm löng veiddist á 910-931 m dýpi í Græn- landssundi vestan Látragrunns (65°11´N, 28°01´V). Rósafiskur, Rhodichthys regina. Tveir veiddust í október árið 2000. Annar austur af Langanesi en hinn aðeins sunnar. Þessi tegund veiddist hér fyrst í Ingólgsleiðangrinum 1895- 96 og hefur lítið sést síðan. Rósafiskur, Rhodichthys regina Tveir rósafiskar veiddust. Annar veiddist á 986-921 m dýpi austur af Langanesi (66°44´N, 12°47´V) og var hann 22,5 cm langur en hinn sem mældist 23,5 cm, veiddist á 1153-1138 m dýpi aðeins sunnar (66°33´N, 12°22´V). Rósafiskur fannst hér fyrst í Ingólfsleiðangrinum 1895-96 og hefur farið lítið fyrir honum síðan. Sædjöfull, Ceratias holboelli Tveir veiddust , annar var 71 cm og fékkst á 1132- 1235 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi (64°57´N, 28°27´V) en hinn sem mældist 83 cm veiddist á 1246-1251 m dýpi á svipuðum slóðum (64°52´N, 28°32´V). Auk þess veiddust í þessum leiðangri trjónufiskur, Rhinochimaera atlantica, maríuskata, Bathyraja spin- icauda, berhaus, Alepocephalus agassizi, uggi, Scopelosaurus lepidus og litli langhali, Nezumia aequalis sem ekki eru eins sjaldséðir og áðurnefndir fiskar. Af öðrum fiskum ekki alveg eins sjaldséðum má nefna gíslaháf, jensensháf, rauðháf, svartháf, smáa há- karla, 46 og 63 cm langa auk 69 og 90 cm, gjölni, slóans gelgju, kolskegg, kolbíld, gljálaxsíld, geirsíli, álsnípu, trjónuál, djúpál, broddabak, litlu brosmu, fjólumóra, bjúgtanna og stinglax. Þá veiddist óvenju stór litli karfi eða 36,5 cm lang- ur og annar, ekki svo stór, veiddist á Þistilfirði sem er ekki algengt. Af hryggleysingjum er helst að geta s.k. blað- smokks, Mastigoteuthis magna sem Snorri Sturluson RE veiddi á 832-915 m dýpi á Reykjaneshrygg (62°00´N, 28°05´V) í maílok. Þetta mun vera ný tegund á Íslandsmiðum. Í leiðangri B9-99 á rs Bjarna Sæmundssyni suð- vestur af landinu í júní og júlí 1999 veiddust all- margir sjaldséðir fiskar þ.á.m. tegund sem ekki hefur áður veiðst innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar við Ísland. Þessir fiskar veiddust allir í flotvörpu og ýmist innan eða utan 200 sjómílna markanna.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.