Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 42

Ægir - 01.02.2001, Qupperneq 42
Vígatanni, Evermannella balbo Tveir veiddust innan 200 sjó- mílna fiskveiðilögsögunnar í júní og júlí 1999 og tveir rétt utan hennar. Ný tegund á Íslandsmiðum. Vígatanni, Evermannella balbo 61°48´N, 27°50´V, 550-750 m togdýpi (botn: 1461 m), 12,5 cm. 63°14´N, 28°09´V, 550-808 m togdýpi (botn: 1719 m), 13,5 cm. Þessir tveir fiskar veiddust innan 200 sjómílna markanna við Ísland en aðrir tveir veiddust utan þeirra: 59°30´N, 31°45´V, 550-750 m togdýpi (botn: 1630-1824 m), 13 cm. 61°43´N, 31°02´V, 550-750 m togdýpi (botn: 2297 m), 13 cm. Vígatanni hefur ekki áður veiðst innan 200 sjó- mílna fiskveiðilögsögunnar við Ísland en í maí árið 1998 veiddust þrír fiskar rétt utan markanna djúpt suðvestur af Reykjanesi. Slétthaus, Bajacalifornia megalops 62°29´N, 28°24´V, 500-800 m togdýpi, 11,5 cm. Stóri silfurfiskur, Argyropelecus gigas 62°26´N, 30°37´V, 640-850 m togdýpi (botn: 2366 m), 11 cm. Utan 200 sjóm. Gulldepla, Maurolicus muelleri 59°30´N, 31°02´V, 320-335 m togdýpi, 5 cm. Utan 200 sjóm. 60°55´N, 29°21´V, 550-750 m togdýpi (botn: 1450 m). Rétt utan 200 sjóm. 63°14´N, 28°09´V, 550-808 m togdýpi (botn: 1719 m), alls 8 stk. þar af þrjár mældar 4,5 cm hver. Faxaskeggur, Flagellostomias boureii 62°29´N, 28°24´V, 500-600 m togdýpi, tveir fiskar 11 og 19 cm langir. 64°01´N, 30°15´V, 550-780 m togdýpi (botn: 2409 m), 23,5 cm. Þessi tegund hefur einu sinni áður fengist inna ís- lenskrar lögsögu en það var árið 1995. Þá veidd- isteinn faxaskeggur, 18 cm langur, í Faxadjúpi. 63°14´N, 33°49´V, 550-770 m togdýpi (botn: 2753-2760 m), 19,5 cm. Utan 200 sjómílna markanna. Grænlandsnaggur, Nansenia groenlandica 59°30´N, 31°45´V, 550-750 m togdýpi (botn: 1630- 1824 m), 14 cm. Utan 200 sjómílna markanna. Litli földungur, Alepisaurus brevirostris 62°30´N, 28°25´V, 500-800 m togdýpi, 89 cm að sporði. Gleypir eða svelgur, Chiasmodon niger eða johnstoni 59°30´N, 31°45´V, 550-750 m togdýpi (botn: 1630- 1824 m), 14 cm. Utan 200 sjómílna markanna. Þakkir eru færðar þeim sem sent hafa fiska og/eða upplýsingar um þá til Hafrannsóknastofnunarinnar og eru Magnúsi Þorsteinssyni á togaranum Snorra Sturlusyni RE færðar sérstakar þakkir en hann hefur safnað fiskum og öðrum sjávardýrum fyrir Hafrann- sóknastofnunina í 10 ár eða allt frá 1991. Helstu heimildir Cohen, D.M. and B. A. Rohr. 1993. Description of a Giant Circumglobal Lamprogrammus Species (Pisces: Ophdiidae). Copeia. 1993(2),pp. 470- 475. Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. 2. útg. aukin. Fjölvaútgáfan. 586 bls. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1996. Sjaldséðir fiskar árið 1995. Ægir 89(3): 32-38. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1997. Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1996. Ægir 90(4):25-31. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1998. Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1997. Ægir 91(2):18-22. Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson. 2000. Sjaldséðar fisktegundir við Íslands- strendur árið 1999. Ægir 93(4):40-43. Johnson, R.K. 1984. Ever- mannellidae. Í: Fishes of the North-eastern Atlantic and the Mediterranean. 1. 489-493. Unesco. Møller, P.R. 1996. De atl- antiske og atlantisk- arktiske ålebrosmers taxonomi (Pisces, Zoarci- dae, Lycodes). Zoologisk Museum Københavns Uni- versitetet. 4+106 bls. Auk þess Morgunblaðið: Úr Verinu 21. júní, 6. sept. og 20. sept. 2000. Hvað vill flundra á Íslandsmið? Í mars árið 2000 barst okkur á Hafrann- sóknastofnun 35 cm flundra Platicht- hys flesus sem veiðst hafði í Ölfusá und- an Hrauni í september árið 1999. Þetta þótti hinn merkasti fundur því aldrei áður hafði þessi fisktegund veiðst við Ís- land, svo kunnugt sé, en hún er algeng m.a. í Norðursjó og Eystrasalti. Einnig lifir hún við Færeyjar, Noreg og víðar við strendur Evrópu. Síðan bættust sex við árið 2000. Tvær veiddust um miðj- an júlí um kílómeter ofan við Óseyrar- brú við ósa Ölfusár og voru þær 24,5 og 27 cm. Ein veiddist á Lónsvík (64°19´N, 14°45´V) undan Suðausturlandi og mældist hún 40 cm og er sú stærsta sem hér hefur veiðst en flundran getur orðið um 60 cm löng þó hún verði sjaldan stærri en 40 cm. Þá veiddist ein í Miðhúsa- vatni í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Sú fimmta sem veiddist árið 2000 fékkst í september í skurði sem gengur í Þorleifslæk suður af Bakka í Ölfusi og var hún 29 cm löng. Sú sjötta veiddist um miðjan september í Varmá við Öxnalæk í Ölfusi og var hún um 17 cm. Frést hefur að fleiri hafi veiðst bæði árið 1999 og 2000 án þess að Hafrannsóknastofnun hafi fengið þær til rannsókna. Allar þessar flundrur veidd- ust í ósöltu eða ísöltu vatni, nema ein. Hvað veldur því að þessi grunnsævis- og ósakæri Evrópubanda- lagsfiskur leitar um langan veg á Íslandsmið?42 F I S K A R Flundra, Platichthys flesus, veiddist í september 1999 í neðanverðri Ölf- usá og síðan veiddust nokkrar árið 2000 flestar í ám og lækjum í Ölfusi. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.