Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2001, Page 43

Ægir - 01.02.2001, Page 43
43 S K I P A S T Ó L L I N N Upp úr áramótum kom togskipið Gunn- björn ÍS 302 til heimahafnar í Bol- ungarvík eftir viða- miklar breytingar sem gerðar voru á skipinu í Póllandi. Togskipið Gunnbjörn er gert út af Birni ehf. í Bolungarvík. Út- gerðarmenn og eig- endur eru feðgarnir Jón Guðbjartsson og Guðbjartur Jónsson en Guðbjartur er skip- stjóri. Gunnbjörn ÍS gekk nú í gegn- um breytingar í annað skipti á fjórum árum. Í fyrra skiptið var skipið lengt en að þessu sinni var endurbyggður afturendi þess, skipt um aðalvél, gír, skrúfubún- að og ljósavél, auk þess sem vélar- rúm var endurnýjað. Breytingarnar voru fram- kvæmdar hjá skipasmíðastöðinni Morsca í Póllandi en umboðsaðili hennar hér á landi er Atlas hf. Það fyrirtæki kemur raunar mikið við sögu í breytingunum á Gunnbirni því Atlas er einnig umboðsaðili fyrir megnið af nýjum vélbúnaði um borð. Sér í lagi er athyglisverð hin nýja aðalvél sem er af gerðinni MTU og kemur frá dótturfyrir- tæki Mercedes Benz. Vélin er 952 hestöfl við 1600 snúninga á mín- útu, eða tæpum 300 hestöflum stærri en gamla vélin í skipinu. Stýrisbúnaður kom frá Stýri- þjónustunni ehf., nýr þilfarskrani er af gerðinni Palfinger og kemur frá Atlas hf. Eins og áður segir var skutur skipsins endurbyggður, nýrri brú var komið fyrir á skipinu og mannaíbúðir endurnýjaðar. Ekki er því ofsögum sagt að skipið sé að þessum breytingum loknum orðið eins og nýtt. Hönnun breytinganna var í höndum Ráðgarðs-skiparáðgjafar. Gunnbjörn ÍS orðinn öflugra togskip - skipið komið heim úr 50 milljóna breytingum í Póllandi B R E Y T T F I S K I S K I P Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.