Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 44

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 44
44 S K I P A S T Ó L L I N N Þorsteinn EA í hóp þeirra öflugustu B R E Y T T F I S K I S K I P Mynd: Snorri Snorrason Þorsteinn EA 810 er án efa orðið eitt af öflugustu fiskiskipum Ís- lendinga. Skipið er fjölnota fisk- veiðiskip sem er jafnvígt til botn- og flottrollsveiða og veiða með hringnót. Það er nú búið til veiða með tveimur botntrollum sam- tímis eftir að þriðju togvindunni hefur verið bætt við. Frystigeta skipsins er nú orðin tvöföld á við það sem var fyrir breytingar og hið sama á við um rafmagnsfram- leiðsluna. Öll vinnuaðstaða um borð hefur batnað til muna við breytingarnar og er meira rými um borð fyrir mismunandi veiðar- færi. Eftirfarandi eru upplýsingar um breytingar skipsins sem tekn- ar voru saman af Gunnari Tryggvasyni hjá teiknistofu KGÞ. Helstu breytingar Skipið var lengt um 18 metra. Brú og íbúðir á bátadekki voru færð fram um 11,4 metra. Íbúðir stjórnborðsmegin á efra þilfari voru stækkaðar fram sem færslu brúar nemur og nýju þilfarshúsi komið fyrir stjórnborðsmegin á efra þilfari. Lestarrými skipsins tvöfaldaðist við breytingarnar þar sem sex nýjum kælitönkum var komið fyrir en þrír þeirra eru einnig frystilestar. Vinnsluþilfar var stækkað um 120 fermetra og eru síður og aft- Í lok janúarmánaðar kom fjölveiðiskipið Þorsteinn EA 810 til heima- hafnar á Akureyri eftir viðamiklar breytingar í Póllandi. Skipið var lengt og við það jókst burðargetan verulega , sem og frystigeta. Samherji hf. er eigandi Þorsteins EA og skipstjóri er Hörður Guðmundsson. Skipið hélt þegar í stað til loðnuveiða vestur af landinu eftir að það kom frá Póllandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.