Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 46
46
S K I P A S T Ó L L I N N
manna klefum var bætt við á
bátaþilfari.
Lestarrými skipsins u.þ.b. tvö-
faldaðist. Komið var fyrir sex nýj-
um kælitönkum, þar af þremur
tönkum sem einnig eru frystilest-
ar. Allar lestar eru nú full ein-
angraðar og málaðar með mat-
vælavænni málningu. Allar lestar
voru sandblásnar að undanskild-
um hluta í lest 1. Einnig voru síð-
ur sandblásnar upp að efra þilfari.
Einangrun og klæðning var að
stærstum hluta endurnýjuð í
frystilestum. Botn og loft í síðu-
tönkum voru einangruð í eldri
lestum, svo og voru nýjar lestar
full einangraðar og klæddar.
Fjórir nýir olíu-botngeymar
bættust við og einnig var komið
fyrir nýjum andveltigeymi
frammi á bakka skipsins.
Spilbúnaður
Aðal spilkerfi Þorsteins EA er lág-
þrýst vökvakerfi. Komið var fyrir
þriðju togvindunni, nýjum 18
tonna gils og nýju 18 tonna poka-
spili. Einnig var sett 45 tonna
flottrollstromla á skipið. Gamla
pokaspilið var fært og notast sem
úthalaravinda. Gömlu flottroml-
unni var breytt og hún færð fram
á togþilfar og notast sem poka-
endavinda. Gilsaspil voru færð af
bátaþilfari upp á brúardekk.
Allar lágþrýstivindur eru nú
fjarstýranlegar, ef frá er talin
poka-endavinda. Nýtt autotrawl
kerfi fyrir 3 togvindur var sett í
skipið og togáttaksstýringar end-
urnýjaðar fyrir gömlu togvind-
urnar. Togvindumótorar voru
teknir upp. Þremur nýjum vökva-
dælum var bætt við og kerfi
breytt vegna tveggja trolla veiða.
Vindubúnaðurinn kemur allur frá
Rolls Royce Marine sem Héðinn
hf. í Garðabæ hefur umboð fyrir.
Starfsmenn Héðins hf. önnuðust
þessa verkþætti í breytingunum.
Háþrýstivökvakerfi fyrir nóta-
veiðar var fært úr afturskipi í nýtt
frysti- og dælurými stjórnborðs-
megin á togþilfari. Kraftblökk,
millifærslublökk, hringjanál og
nótakrani voru færð til samræmis
við nýtt fyrirkomulag. Allar há-
þrýstilagnir utan dyra og á
vinnsluþilfari eru úr ryðfríu efni.
Sogdælukerfi
og krapaískerfi
Settar voru í skipið ryðfríar lagnir
Þorsteinn EA er útbúinn sem öflugt togskip.