Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 39
39 S K I PA S T Ó L L I N N það að verkum að fiskurinn er hvítari en áður,” segir Halldór. Einnig var sett ný beitningavél um borð í Núp frá O.Mustad & Son AS, en um niðursetningu sá Vélsmiðjan Logi ehf. ásamt verk- stæðisstarfsmönnum Odda hf., útgerðar skipsins. Fjórtán í áhöfn Skipstjóri á Núpi BA er Jón Bessi Árnason. Fyrsti stýrimaður er Helgi Aage Torfason og yfirvél- stjóri Björn Sigmundsson. Fjórt- án menn eru í áhöfn. „Kjarninn í áhöfninni er frá Patreksfirði. Það hefur mikið að segja fyrir byggð- arlagið að hafa þessi skipspláss.” Skipasmíðastöðin Skipalyftan í Vestmannaeyjum var aðalverktaki við endurbæturnar á Núpi BA. Undirverktakar voru Trésmiðjan Drangur og Geisli raftækjavinnu- stofa í Eyjum. Skipið var málað með Hempels skipamálningu frá Slippfélaginu Verkfræðistofan Fengur hannaði breytingarnar á Núpi og hafði umsjón með þeim. Halldór segir að á þessu fisk- veiðiári hafi Núpur um 1100 þorskígildistonna kvóta. „Við stefnum að því að taka inn á hann um 2.200 tonn á fiskveiðiárinu,” segir Halldór útgerðarstjóri. Nú er allur afli Núps BA kældur niður með ísþykkni. Hér er kar fullt af þorski úr Núpi, sem hefur verið kældur með ísþykkni. Mynd: Halldór Leifsson. Landað úr Núpi á Patreksfirði. Mynd: Halldór Leifsson. Núpur BA 69 Trönuhrauni 1 - 220 Hafnarfjörður - Sími: 565 5090 - Fax: 565 2040 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með endurbæturnar á skipinu Bjóðum alhliða ráðgjöf og hönnun vegna nýsmíða og endurbóta á eldri skipum Skipalyftan ásamt starfsmönnum sínum óskar útgerð og áhöfn til hamingju með endurbæturnar á skipinu N Ú P U R B A 6 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.