Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.2003, Side 27

Ægir - 01.05.2003, Side 27
27 S T E I N B Í T S E L D I Hjá Odda hf. á Pat- reksfirði er nú unnið að tilraunaverkefni í áframeldi á steinbít. Verkefnið er einkar áhugavert vegna þess að þetta er, að því best er vitað, í fyrsta skipti sem tilraun er gerð með eldi á stein- bít hér á landi. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf., segir að í maí hafi steinbítseldið hafist. Veiddir voru rúmlega hundrað steinbítar og þeim komið fyrir í um tíu rúmmetra búri á fjögurra metra dýpi í Patreksfirði. Fiskur- inn er fóðraður með loðnu og er henni dælt í barka niður í búrið. Áður en tilraunin hófst var fisk- urinn lengdar- og þyngdarmæld- ur og annaðist útibú Hafrann- sóknastofnunarinnar á Ísafirði þann þátt. Ætlunin er að fylgjast reglulega með steinbítnum með neðansjávarmyndavél og síðan verður fiskurinn mældur eftir einhverja mánuði til þess að leiða í ljós hvernig hann dafnar við þessar aðstæður. „Steinbíturinn er okkar fiskur“ Sigurður Viggósson segir að at- hyglisverðar tilraunir hafi verið gerðar með hlýrann, sem um margt er líkur steinbítnum, í Neskaupstað og einnig úti í Nor- egi og vonandi leiði þessar fyrstu tilraunir með steinbítinn einnig ýmislegt áhugavert í ljós. „Það má segja að steinbíturinn sé okk- ar fiskur hérna fyrir vestan og því fannst okkur ástæða til að skoða eldi á honum sérstaklega,“ segir Sigurður. Einnig í áframeldi á þorski Oddi hf. á Patreksfirði mun í sumar hefja áframeldi á þorski. Í júníbyrjun fékk fyrirtækið út- hlutað 65 tonna aflaheimildum til þess að stunda tilraunaeldi á þorski og segir Sigurður að ætl- unin sé að veiða fiskinn í snurvoð og gildrur. Hann segir að áhersla verði lögð á að menn nái tökum á veiðitækninni í ár og vonandi sé þetta eldi komið til að vera. Til að byrja með reiknar Sig- urður með að þorskurinn verði settur út í fjórar eldiskvíar og munu þeir Odda-menn m.a. vinna að rannsóknaverkefni í þor- skeldi með Þórsbergi á Tálkna- firði, en til samans fengu þessi fyrirtæki heimild sjávarútvegs- ráðuneytisins til að veiða 175 tonn af þorski til áframeldis, sem er röskur þriðjungur þess magns sem ráðuneytið úthlutaði í byrjun júní til áframeldis á þorski. Oddi hf. á Patreksfirði: Ríður á vaðið með áframeldi á steinbít „Það má segja að steinbíturinn sé okkar fiskur hérna fyrir vest- an og því fannst okkur ástæða til að skoða eldi á honum sérstak- lega,“ segir Sigurður Viggósson hjá Odda á Patreksfirði.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.