Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2003, Qupperneq 29

Ægir - 01.05.2003, Qupperneq 29
29 F R É T T I R fiskeldinu. Netpokar fyrir eld- iskvíar eru framleiddir á Neta- verkstæði Friðriks Vilhjálmssonar og litaðir með sérstöku efni sem ver þá fyrir ágangi sjávargróðurs og síðan þurrkaðir, litun og þurrkun fer fram í þvottastöðinni. Pokarnir þurfa reglulegt viðhald og þá verður að taka úr sjó einu sinni á ári til þvottar, viðhalds og endurlitunar. Pokarnir eru fyrir- ferðamiklir og krefst viðhald þeirra mikillar sérhæfni í vinnu- brögðum og tækjabúnaði eins og fyrir hendi er í þvottastöð Neta- gerðarinnar á Reyðarfirði. Þjónar fyrirtækjum af öllu landinu „Markaðssvæði þvottastöðvarinn- ar er allt Ísland því stöðin getur auðveldlega þjónað fiskeldisfyrir- tækjum af öllu landinu,“ segir Jón Einar. „Staðsetning stöðvar- innar hér á Reyðarfirði gerir það að verkum að hún er miðsvæðis gagnvart fiskeldi sem þróast mun á Austurlandi á næstu árum og er einnig flutningslega vel staðsett gagnvart samgöngum við aðra staði á landinu,“ segir Jón Einar Marteinsson Rótgróið fyrirtæki í veiðar- færaþjónustu Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. er rótgróið fyrirtæki í veiðar- færaframleiðslu og þjónustu og hefur starfsemin vaxið mjög á síð- ustu árum. Fyrirtækið starfrækir alhliða veiðafærarþjónustu á tveimur stöðum á landinu, í Nes- kaupstað og á Akureyri og nú bætist fullkomin þvottastöð fyrir fiskeldiskvíar við á Reyðarfirði. Netagerðin á að auki eitt dóttur- félag, Gúmmíbátaþjónustu Aust- urlands ehf. í Neskaupstað, sem skoðar og þjónustar gúmmíbjörg- unarbáta og björgunargalla. Í dag eru 24 starfsmenn hjá Netagerð- inni og heildarvelta félagsins á ár- inu 2002 var tæpar 230 milljónir króna. Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri NFV, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs hf. og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar hf, ræða málin.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.