Ægir - 01.05.2004, Síða 16
16
B RY G G J U S P J A L L
En núna er Þorgrímur Jóel í
brúnni á Guðmundi í Nesi, sem
Útgerðarfélagið Tjaldur keypti í
vetur og gerir út á grálúðu. Í
fyrsta túrnum var aflaverðmæti
skipsins um 65 milljónir og í
öðrum túrnum um 100 milljónir.
„Þetta er afar öflugt skip og fer
vel með mann,“ segir Þorgrímur,
þegar hann er spurður um hvaða
einkunn hann gefi þessu öfluga
skipi. Tuttugu manns eru í áhöfn
Guðmundar í Nesi.
Fá skip hafa öflugri vélar í ís-
lenska fiskiskipaflotanum en
Guðmundur í Nesi. Togkraftur-
inn er því verulegur og mögu-
leikar skipsins því miklir. Lestar-
rýmið er stórt, um tólfhundruð
rúmmetrar, og má sem dæmi
nefna að unnt er að koma á átt-
unda hundrað tonnum af grálúðu
um borð í skipið.
Á sínum tíma var Guðmundur
í Nesi smíðaður sem rækjufrysti-
togari fyrir færeyska útgerð.
Fljótlega fór þó að halla undan
fæti í rækjuútgerðinni og kippt
var grundvellinum undan rekstri
togarans. Til þess að gera skipið
út á grálúðuveiðar þurfti að fara í
töluverðar breytingar á skipinu,
m.a. skipta um grandaraspil.
Svipuð grálúðuveiði og í fyrra
„Það hefur verið svipuð grálúðu-
veiði og í fyrra. Við náum ekki
tíu tonnum á dag, sem er kannski
ekki hægt að segja að sé mikil
veiði. En það er stíft sótt í grálúð-
una, mörg skip eru á þessum
slóðum. Aðalveiðisvæðið er
Hampiðjutorgið svokallaða, vest-
ur af Bjargtöngum og suður um
vestur af Snæfellsnesi. Mér virðist
sem þekking á grálúðustofninum
sé ekki mjög mikil. Menn telja að
stofninn sem við erum að veiða úr
hér á Íslandsmiðum sé sami stofn-
inn og veitt er úr við Grænland.
Ég skal viðurkenna að ég er þessu
ekki nægilega vel kunnugur, en
ég hef þó á tilfinningunni að það
þyrfti að rannsaka þetta betur og
komast að því hvort hér er um að
ræða einn og sama stofninn. Út
frá þeim upplýsingum gætu
menn þá betur gert sér grein fyrir
heildarsókninni í stofninn. Menn
hafa ákveðnar áhyggjur af grá-
lúðustofninum, en það eru hins
vegar takmarkaðar upplýsingar
um stöðu hans. Úr þessu þyrfti að
bæta. Þeir sem hafa verið lengi á
þessum veiðum segja að mun
minna veiðist núna af grálúðu en
hér á árum áður. Þó ber að hafa í
huga að áður var sótt í lúðununa á
ákveðnum tíma árs, en núna er
verið að sækja í þennan stofn allt
árið,“ segir Þorgrímur.
Úr sjómennskujarðveginum
„Ég fór á Kolbeinseyna 1984 og
var á henni meira og minna í tólf
ár. Það var ekkert sjálfgefið að ég
færi á sjóinn á sínum tíma.
Kannski má segja að ég hafi kom-
ið úr þessum jarðvegi og þetta
æxlaðist bara svona,“ segir Þor-
grímur.
Þorgrímur segist kunna þessari
vinnu vel. Auðvitað geti langar
útiverur, fjarri fjölskyldu, verið
erfiðar, en löng frí á milli bæti
útiverurnar upp. Hann rifjar upp
að á sínum tíma hafi hann verið
sjóveikur, eins og gengur og ger-
ist „og þegar ég er búinn að vera
lengi í landi finnur maður aðeins
fyrir smá ónotum. En það er þó
fljótt að jafna sig,“ segir Þorgrím-
ur og hlær.
Menn telja að stofninn sem
við erum að veiða úr hér á
Íslandsmiðum sé sami stofn-
inn og veitt er úr við Græn-
land. Ég skal viðurkenna að
ég er þessu ekki nægilega
vel kunnugur, en ég hef þó
á tilfinningunni að það
þyrfti að rannsaka þetta
betur og komast að því
hvort hér er um að ræða
einn og sama stofninn.
Þorgrímur Jóel Þórðarson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi:
Á sjónum í tuttugu ár
Húsvíkingurinn Þorgrímur Jóel Þórðarson er
skipstjóri á Guðmundi í Nesi RE, frystitiogara
Brims hf., sem eins og kunnugt er varð til við
sameiningu Útgerðarfélags Akureyringa og Út-
gerðarfélagsins Tjalds. Þorgrímur hefur verið
til sjós í tuttugu ár, lengi var hann á Kol-
beinseynni, sem var gerð út frá Húsavík, en
síðar fór hann á Elborgina, sem var m.a. á
rækjuveiðum vestur á Flæmska hattinum.