Ægir - 01.05.2004, Page 22
22
M Y N DA S Í Ð A N
Sjómannadagurinn á Siglufirði 1966
Ekki þarf að fara um það mörgum orðum að sjómannadagurinn er jafnan mikill hátíðisdagur í sjávarplássum um allt land. Sumum
finnst að sjómannadagurinn sé núna ekki orðinn nema skuggi af sjómannadeginum hér áður fyrr, en það er auðvitað allur gangur á
því hversu mikið menn leggja í þennan dag. Í mörgum sjávarplássum er og hefur sjómannadagurinn alltaf verið mikill hátíðisdagur.
Svo er um Siglufjörð, en meðfylgjandi myndir voru teknar þar árið 1966. Myndasmiðurinn er Steingrímur Kristinsson, sem hefur í
gegnum tíðina tekið margar ómetanlegar myndir á Siglufirði. Steingrímur heldur úti vefnum www.sksiglo.is þar sem m.a. eru upp-
færðar daglegar fréttir frá Siglufirði og gífurlegur fjöldi ljósmynda.
Á myndinni má m.a. þekkja Gunnar Friðriksson, Hauk Freysteinsson, Júlíus
Þorkelsson, Svanhildi Freysteinsdóttur, Freystein Sigurjónsson, Daníel Bald-
ursson, Gísla Anotnsson og Núma Jóhannsson.
Á þessari mynd eru m.a. Magnús Guðjónsson (með hattinn), Guðjón Magn-
ússon, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Sigurður Ásgrímsson og Aðalbjörn Rögn-
valdsson.
Á myndinni má m.a. þekkja Kristin Georgsson, Sigurð og Sigfús Steingrímssyni, Þórð
Þórðarson, Guðmund Skarphéðinsson o.fl.
Keppni í beitningu. Á myndinni má þekkja Albert Sigurðsson
og Birnu Baldursdóttur.
Sjómenn í tuðrukappróðri. Skipverjar af Stálvík,
Sigluvík og Dagnýju.
Róðrarlið starfsmanna í Strákagöngum. Jón Jónasson, Karl Samúelsson, Færeyingurinn Oluf Nicalsen, Há-
kon Antonsson, Bjarni Þorsteinsson, Símon Gestsson og Stefán Árnason.