Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Síða 25

Ægir - 01.05.2004, Síða 25
25 K R Æ K L I N G A R Æ K T þessi 20 þúsund tonn á ekkert ósvipuðu svæði og við hjá Norð- urskel höfum úthlutað hér í Eyja- firði.“ Merkjum viðhorfsbreytingu Kræklingaræktin hér á landi hef- ur vart slitið barnsskónum. Óhætt er að segja að það hafi gengið á ýmsu og ekki hafa alltaf verið jólin í ræktuninni. Sumir framleiðendur hafa hreinlega gef- ist upp, aðrir hafa þraukað. Núna eru ellefu framleiðendur aðilar að samtökum hérlendra kræklinga- framleiðenda. Stærstu framleið- endurnir eru í Eyjafirði (Norður- skel), Arnarfirði og Mjóafirði. Víðir segir að á ýmsu hafi gengið í uppbyggingu hérlendrar kræklingaræktar og framleiðend- um hafi oft þótt sem greininni væri lítill skilningur sýndur af hálfu opinberra aðila. Menn hafi þó sem betur fer verið að greina ákveðna viðhorfsbreytingu að undanförnu og líkur séu til þess að nýir aðilar komi að einhverjum kræklingafyrirtækjanna með fjár- magn. Slíkt sé nauðsynlegt, enda hafi allt fjármagn eigenda fyrir- tækjanna farið í þann búnað sem nauðsynlegur er til þess að koma ræktuninni af stað og því þurfi aukið fjármagn til frekari upp- byggingar áður en unnt sé að fara að selja verulegt magn af skel. Í vetur komu fulltrúar frá EFTA til þess að skoða kræklingarækt hér á landi, að taka hana út, ef svo má segja. Víðir væntir þess að í kjöl- far skýrslu sem þeir skili verði gert átak í því að laga hina opin- beru umgjörð fyrir kræklinga- ræktunina, en ramminn sem greinin hafi unnið eftir til þessa hafi verið um margt óljós og illa skilgreindur. „Vandamálið er að kræklingaræktin hefur heyrt und- ir marga í kerfinu og þekking á henni hefur verið þar af skornum skammti. En ég vænti þess að á þessu verði breyting á næstu misserum. Við erum ekki að fara fram á að byggja upp þessa at- vinnugrein á styrkjum, en við óskum eftir því að greinin búi við eðlilegt rekstrarumhverfi,“ segir Víðir. Íslenski kræklingurinn þykir góður Útflutningur á kræklingaafurð- um frá Íslandi er ekki hafinn, en prufur hafa verið sendar út og undantekningalaust hafa viðtökur verið góðar. Víðir Björnsson segir að Norðurskel geti ekki annað eftirspurn hér innanlands. „Og síðan höfum við ekki viljað ganga mjög langt á meðan sá rammi sem greinin starfar í er ekki orð- inn nægilega góður. En skelin þykir mjög góð og í ljósi þess að akurinn hér heima er að miklu leyti óplægður, tel ég að við get- um selt umtalsvert magn á innan- landsmarkaði. Samkvæmt fyrir- liggjandi könnun þekkja mjög fáir Íslendingar 35 ára og yngri krækling sem neysluvöru. Það er því enginn vafi í mínum huga að við getum unnið upp markaðinn hér heima eins og Kanadamenn- irnir gerðu. Þegar þeir byrjuðu í kræklingaræktinni var heima- markaðurinn hverfandi, en nú er hann umtalsverður,“ segir Víðir. Norðurskel hefur 57 km kræk- lingalínu í Eyjafirði og gert er ráð fyrir að í ár verði uppskeran 10- 15 tonn. „Við höfum vissulega lent í áföllum með okkar ræktun, en það sama gildir um okkur og Kanadamenn að það tekur í það minnsta fimm ár að ná tökum á ræktuninni og komast yfir byrj- unarþröskuldana. Við höfum ver- ið að afla okkur þekkingar víða erlendis á sjálfri ræktuninni, vinnslunni og markaðsmálunum. Við höfum m.a. verið í sambandi við skoska aðila og þeir vilja kaupa alla þá skel sem við getum framleitt og selja í Skotlandi. Skotarnir vilja fyrir engan mun semja við Norðmenn, segjast hafa slæma reynslu af þeim í laxeldinu og því snúa þeir sér til okkar.“ Víðir Björnsson: Við erum ekki að fara fram á að byggja upp þessa atvinnu- grein á styrkjum, en við óskum eftir því að greinin búi við eðlilegt rekstrarum- hverfi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.