Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 28
28
Æ G I S V I Ð TA L I Ð
Íslandi og einnig kemur gríðarlegt magn inn á
markaðinn frá Kanada.“
Nýir mögulegir markaðir?
„Og til þess að skekkja þessa mynd enn frekar er sú
staðreynd að það er mjög mikið framleitt af heitsjáv-
arrækju í heiminum, sem er viðbót á markaðinn við
kaldsjávarrækjuna héðan úr Norður-Atlantshafinu.
En samhliða verðlækkun hefur markaðurinn verið að
stækka. Spurningin er hins vegar hversu mikið
markaðurinn getur stækkað.
Auðvitað eru menn alltaf að horfa í kringum sig
með mögulega nýja markaði, en svo virðist sem ekki
sé auðvelt að finna nýja betur borgandi markaði fyrir
kaldsjávarrækju en Bretland. Ef til vill þarf að leggja
enn frekari áherslu á hreinleikann, en það hefur svo
sem ýmislegt verið reynt í markaðssetningunni á
undanförnum árum. Í Danmörku hefur verið reynt
með ágætis árangri að selja rækjuna með ýmsum
kryddtegundum. En það er ekki þar með sagt að slík
vara seljist í Bretlandi. Hefðirnar eru sterkar í neyslu
á rækjunni og það er oft erfitt að koma fram með
nýjungar. Það er í það minnsta ekki á vísan að róa í
þeim efnum.“
Tæknilega fullkomin verksmiðja
Sem fyrr segir á hérlendur rækjuiðnaður við mörg
vandamál að etja um þessar mundir. Markaðsverð
fyrir afurðirnar er lágt, í annan stað hafa veiðarnar
gengið nokkuð treglega á síðustu vikum hér á
heimamiðum og í þriðja lagi hjálpar hið háa olíuverð
ekki í rækjuútgerðinni nú um stundir.
„Ég hygg að menn séu hins vegar nokkuð almennt
á þeirri skoðun að vinnslan hér á Íslandi sé mjög full-
komin og vel samkeppnishæf. Það hefur tekist að
auka nýtinguna verulega og ná þannig fram umtals-
verðri hagræðingu í rekstrinum, en það má væntan-
lega alltaf gera betur í þeim efnum.
Undanfarin ár hefur verksmiðjan hér á Húsavík
verið keyrð á fullum afköstum, a.m.k. hluta úr ári.
Núna er unnið á þremur sex tíma vöktum. Fyrsta
vaktin er frá klukkan sex á morgnana til tólf á há-
degi. Önnur vaktin er frá klukkan eitt til sjö og sú
þriðja er frá klukkan átta til tvö á nóttunni. Með
þessu fyrirkomulagi detta út tveir tímar, í hádeginu
og kl. 19-20. Við teljum okkur geta náð fram hag-
ræðingu með því að breyta þessu fyrirkomulagi og
fara í tvær átta tíma vaktir, þá yrði unnið frá sex á
morgnana til ellefu á kvöldin með eins tíma hléi á
vaktaskiptum.
Við höfum verið að setja inn vélar í verksmiðjuna
sem við fengum frá Eskju og ætlum að setja inn til
viðbótar til að efla hreinsunina. Það gæti hugsanlega
þýtt einhvern sparnað í mannahaldi. Við erum því
stöðugt að leita leiða til þess að hagræða og skera
niður kostnað. En í það heila er verksmiðjan ágæt-
lega tækjum búin, enda ekki nema tæplega tíu ára
gömul, með gott starfsfólk sem hefur langa og mikla
reynslu í rækjuvinnslu og því sjáum við ekki fram á
mikla fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði á næstunni,“
segir Bergsteinn.
Bergsteinn Gunnarsson: Það er markmið stjórnar fyrirtækisins að efla starfsemina frekar en hitt. Það vill að sjálfsögðu enginn tapa í rekstri, en hins vegar
sýnist mér það alveg ljóst miðað við stöðuna í dag að það er ekki hægt að reikna með hagnaði.
Rækjuverksmiðja Íshafs er
við höfnina á Húsavík.