Ægir - 01.05.2004, Síða 31
31
F I S K M A R K A Ð I R
„Kerfið er til í enskri útgáfu
hjá okkur, það er reyndar miðað
við íslenskar krónur en býður upp
á að geta valið gjaldmiðla,“ segir
Ragnar. Hann segir að ávinning-
urinn með því að útvíkka íslenska
fiskmarkaðskerfið á þennan hátt
sé fyrst og fremst sá að fá inn
fleiri kaupendur og þannig séu
líkur á hærra verði. „Þetta gæti
mögulega skapað virðisauka á
þann hátt að í stað þess að flytja
fiskinn út óunninn í gámum
vildu kaupendur mögulega láta
vinna fiskinn að einhverju leyti
hér á landi.“
Sem fyrr segir var uppboðskerfi
Íslandsmarkaðar, Fisknet, kynnt
fyrir erlendum fiskmarkaðsmönn-
um í Brussel. „Við kynntum kerf-
ið m.a. fyrir Hollendingum sem
við höfum verið að vinna með og
þeir hafa lýst áhuga á að vera
milliliðir í því að tengja sína
kaupendur inn í kerfið.“
Úrbóta þörf í vigtarmálum
Samtök fiskmarkaða gengu í evr-
ópsk samtök fiskmarkaða sl.
haust og tóku í desember sl. þátt
í fundi um sameiginleg hags-
munamál evrópskra fiskmarkaða.
Ragnar segir að aðild Samtaka
fiskmarkaða að evrópskum fisk-
mörkuðum hafi vakið nokkra at-
hygli, ekki síst vegna þess að Ís-
land sé ekki aðili að Evrópusam-
bandinu. „Það er engin spurning
að fiskmarkaðir í Evrópu geta
lært af okkur og við getum lært
af þeim.“
Ragnar segir að menn hafi uppi
væntingar um að evrópskir fisk-
markaðir komi inn í viðskipti við
íslenska fiskmarkaði. „Við mun-
um byrja rólega í þessu. Hins
vegar er ákveðið vandamál þesssu
tengt, sem felst í þeirri hefð hér
að selja fiskinn óslægðan úti í sjó
og áætla einhverja meðalvigt.
Vigtarmálin hafa verið okkur erf-
ið og við þurfum að fá skýrar lín-
ur í þeim efnum. Ég vænti þess
að gerðar verði ákveðnar leiðrétt-
ingar í vigtarmálunum í kjölfar
skýrslu sem unnin var í sjávarút-
vegsráðuneytinu.“
Meira magn - lægra verð
„Verð hafa verið að lækka það
sem af er þessu ári, en hins vegar
hefur magnið aukist. Hjá Fisk-
markaði Suðurnesja höfum við
selt 2.400 tonnum meira á fyrstu
Fiskmarkaðarnir horfa
út fyrir landsteinana
„Við höfum verið að skoða það að tengja er-
lenda kaupendur beint við okkar kerfi og
raunar prófuðum við að keyra uppboð yfir
netið á sjávarútvegssýningunni í Brussel og
það gekk mjög vel. Við sýndum þannig fram á
að þetta er tæknilega vel mögulegt og það
vakti eftirtekt. Menn hafa nú þegar keypt fisk
í gegnum þetta kerfi erlendis frá og það hefur
gengið ágætlega,“ segir Ragnar Kristjánsson,
formaður Samtaka uppboðsmarkaða.
Á fyrstu fjórum
mánuðum ársins
nam söluaukning í
gegnum markaði
innan Íslandsmark-
aðar um sex þúsund
tonnum. Hins vegar
hafa verðin lækkað
frá fyrra ári.