Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.2004, Side 41

Ægir - 01.05.2004, Side 41
41 F J Á R M Á L Atli Rafn Björnsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslands- banka, segir að nú- verandi rekstrarað- stæður í sjávarútvegi kalli á frekari hag- ræðingu. Gengi krón- unnar er hátt, olíu- verð er hátt og verð á nokkrum tegundum sjávarafurða hefur lækkað. Við þessar aðstæður segir hann að geti verið fýsilegur kostur, fyrir þau fyrir- tæki sem hafa næga fjárhagslega burði, að leita nýrra tækifæra, ekki síst erlendis. Um horfur almennt í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja telur Atli Rafn Björnsson að ekki séu líkur á verulegum breytingum á þessu ári. Krónan verði ugglaust áfram sterk og litlar líkur til þess að af- urðaverð taki miklum breyting- um á næstunni. ,,Útlit er fyrir að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári verði svipuð og í fyrra að gengishagnaði af hlutabréfum frá- dregnum,“ segir Atli Rafn. Í þessari stöðu telur hann einsýnt að fyrirtækin verði að bregðast við með hagræðingu og lækka kostnað á sem flestum sviðum rekstrarins eins og kostur er. Hátt verð á kvótanum Verð á kvóta hefur haldist tiltölu- lega hátt á sama tíma og rekstrar- aðstæður í greininni hafa versnað. Væntingar um ráðleggingar Hafró í júní um hámarksafla á næsta ári kann að skýra þetta að hluta. Atli Rafn segir að mælingar Hafró bendi til aukningar í þorski. Það muni sérstaklega koma sér vel fyrir þau fyrirtæki sem hafa yfir að ráða afkastamikl- um skipum og búnaði og geti auðveldlega aukið afköstin án þess að leggja í nýfjárfestingu. Aukning í ferskum fiski Atli Rafn segir greinilegt að mörg sjávarútvegsfyrirtæki leggi aukna áherslu á vinnslu á ferskum fiski. ,,Það verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn bregst við auknu framboði frá Íslandi. Þessi markaður í Evrópu er talinn vera stækkandi, en á sama tíma heyr- ast af því fréttir að bæði Færey- ingar og Norðmenn séu einnig að færa sig æ meira yfir í framleiðslu á ferskum fiski. Það er því hætta á að verðið gefi eftir.“ Vöxturinn er ekki í sjávarútveginum Verð sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur setið eftir á sama tíma og mikil hækkun hefur verið á Úrvalsvísitölunni. Sú þróun á sér einkum þær skýr- ingar að rekstraraðstæður eru erf- iðar og óverulegur vöxtur hefur verið í greininni. Ætla má að sóknarfærin séu að hluta til er- lendis því eins og Atli Rafn sýndi fram á í erindi sem hann flutti á sjávarútvegssýningunni í Brussel í byrjun maí hefur lítil samþjöpp- un átt sér stað í greininni á heimsvísu. Í erindinu bar Atli Rafn meðal annars saman saman- lagðan vöxt valinna sjávarútvegs- fyrirtækja hér á landi (Samherji, HB Grandi, SIF og SH) og sjö sjávarútvegsfyrirtækja erlendis við vöxt fyrirtækja í matvörugeir- anum. Þessi samanburður var sjávarútveginum óhagstæður. ,,Athugunin leiddi í ljós að samanlagður vöxtur þeirra frá ár- inu 2000 til 2003 var einungis 6% en á sama tíma jókst velta þriggja stærstu matvörukeðja í Evrópu um 40% en í þeim geira hefur mikil samþjöppun átt sér stað. Þessi þróun gerir samnings- aðstöðu sjávarútvegsfyrirtækja erfiðari,“ segir Atli Rafn. Síldarvinnslan út úr Kauphöllinni Það þóttu mörgum merkileg tíð- indin þegar stjórnendur Síldar- vinnslunnar hf. ákváðu um mán- aðamótin apríl-maí að taka fyrir- tækið af skrá í Kauphöll Íslands. Þessi ákvörðun var kunngjörð í tengslum við yfirtökutilboð fimm stærstu hluthafa í Síldarvinnsl- unni - Samherja, Samvinnufélags útgerðarmanna, Snæfugls, Gjög- urs og Kaldbaks. Í viðtölum við stjórnendur félagsins kom fram að meginástæðan fyrir þessari Hagræðing - er svar sjávarútvegsfyrirtækja við verri rekstraraðstæðum Atli Rafn Björnsson: Útlit er fyrir að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári verði svipuð og í fyrra að gengishagnaði af hlutabréfum frádregnum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.