Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.2004, Side 44

Ægir - 01.05.2004, Side 44
44 S J Ó M A N N A DA G U R I N N „Hér í Reykjavík er Hátíð hafs- ins nú seinni árin haldin um sjó- mannadagshelgina, sem hefur aft- ur styrkt þennan hátíðisdag mjög í sessi, svo engum þykir hann í dag mega missa sín. Ég get líka nefnt uppákomur eins og Fiski- daginn mikla á Dalvík, Humar- hátíð á Hornafirði og Færeyska daga í Ólafsvík. Allt eru þetta há- tíðir þar sem mjög er skírskotað til hafsins og sjómennskunnar og þeirrar menningar sem henni fylgir í þjóðlífinu,“ segir Guð- mundur. Halldór setti lög „Það er engum ofsögum sagt að á þeim tíma þegar ég kom fyrst að málum hafi sjómannadagurinn verið kominn í nokkra kreppu,“ sagði Guðmundur í samtali við Ægi. „Hátíðarhöldin voru um 1970 komin í Laugardalslaug, þar sem keppt var meðal annars í koddaslag, stakkasundi og fleiru sem vera ber á þessum degi,“ seg- ir Guðmundur. „Ég starfaði á þessum tíma hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur og sá um starfsemi siglingaklúbbs í Nauthólsvík. Þannig sá ég hve vel staðhættir þar myndu henta fyrir hátíðar- höld dagsins og varð því úr að þau voru flutt þangað árið 1971. Rúmum áratug síðar, árið 1984, færðum við okkur niður að Reykjavíkurhöfn, þar sem hátíð- arhöldin voru lengi framan af eft- ir að sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938“ Þrátt fyrir að sjómannadagur- inn hefði verið haldinn hátíðlegur í nærfellt hálfa öld var það ekki fyrr en árið 1987 sem lög voru sett um hann, þá í tíð Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra. Með þessu var lögfest að sjómannadagurinn væri fyrsti sunnudagur í júní, að því undan- skildu að ef hvítasunnan væri fyrsta helgin í júní myndi sjó- mannadagurinn færast aftur um viku. Meðal ákvæða laganna var að á umræddum degi skyldu öll fiskiskip vera í landi. „Þessi lagasetning var nauðsyn- leg, því fyrir kom að menn sættu jafnvel lagi og héldu úr höfn rétt fyrir sjómannadaginn og skeyttu þá engu um að hátíðisdagur væri að ganga í garð,“ segir Guð- mundur. Vantar betri röksemdir Umræða um að færa sjómanna- daginn til í almanakinu hefur alltaf komið reglulega upp. Guð- mundur segir að vissulega hafi menn sett fram ákveðin rök í því sambandi, til dæmis að sjó- mannadeginum væri betur fyrir komið í ágúst, það er þegar öll fiskvinnsla og útgerð liggur í lág- inni í aðdrganda nýs kvótaárs. Þeir sem vilja flytja sjómanna- daginn benda margir á að í júní sé lungi togaraflotans staddur suður á Reykjaneshrygg á karfa- veiðum og þurfi því að stíma í land vegna sjómannadagsins. „Meðalhófið í þessu er vand- ratað,“ segir Guðmundur Hall- varðsson og brosir. Hann segir að á blómatíma síldveiða hér við land um miðja síðustu öld hafi fólk gjarnan verið að búa sig til farar norður á Siglufjörð eða til annarra síldarstaða snemma í júní, þar sem síðan var verið sum- arlangt. „Þá vildu sumir færa sjó- mannadaginn fram í maí, svo menn gætu haldið daginn hátíð- legan áður en síldveiðar hæfust. Nú er síldarævintýrunum miklu hinsvegar lokið fyrir margt löngu og sjómannadagurinn er enn sem fyrr haldinn fyrstu helgina í júní. Við vitum ekki heldur hve lengi það varir að menn séu á karfaveið- um suður á Hrygg snemma í júní - og tæplega er óforgengilegt að áramótin í kvótanum séu 1. sept- ember. Ég vil því halda mig við óbreytta tímasetningu, nema ég heyri þeim mun betri röksemdir sem enn hafa þó ekki komið fram.“ Rauður þráður Fulltrúaráð sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði var stofnað árið 1937 og starfaði það undir formennsku Henry A. Halfdánarsonar. Strax í upphafi var mörkuð sú stefna að hlutverk ráðsins skyldi vera að efna til sér- staks hátíðisdags sjómanna og 1939 var samþykkt að verkefnið væri einnig að byggja dvalar- heimili fyrir aldraða sjómenn. „Þessi samþykkt er enn í fullu gildi, nú 65 árum síðar. Efni hennar hefur verið rauði þráður- inn í öllu okkar starfi í tímans rás,“ segir Guðmundur. Á Hrafnistu í Reykjavík búa 322 heimilismenn og 227 í Hafn- arfirði. Við bæði þessi heimili eru einnig raðhús; eigna- og leigu- íbúðir fyrir aldraða. Þá verður núna í júníbyrjun tekin í notkun Guðmundur Hallvarsson hefur verið viðloðandi sjómannadaginn í 34 ár: Sjómannadagurinn er mikilvægur „Mér finnst eftirtektarvert hve sjómennskan og hafið skipa nú í seinni tíð orðið ríkan sess í þeim menningarhátíðum sem efnt er til víða um landið,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður fulltrúaráðs sjó- mannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði. Í vitund marga spyrðast sjó- mannadagurinn og Guðmundur Hallvarðsson sterklega saman, en 34 ár eru liðin síðan hann hóf fyrst afskipti af hátíðarhöldum þessa dags. Þá var hann kominn í land eftir að hafa lengi verið til sjós. Viðtal og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.