Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 12
12 S A G A N Fyrir aldarfjórðungi, nánar tiltek- ið í 8. tbl. Ægis árið 1980, birtist grein eftir Erlend Haraldsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, sem bar yfirskriftina „Hefur þú orðið var við látinn mann?“ Návist látinna manna Í greininni segir Erlendur að trú á annað líf eftir líkamsdauðann eigi sér djúpar rætur í hugum fólks um allan heim og í flestum lönd- um trúi meirihluti fólks á annað líf í einhverri mynd. Þetta hafi skoðanakannanir leitt berlega í ljós. Erlendur vitnaði til kannana hér á landi sem leiddu í ljós að um um 40% teldu sig vissa um annað líf og um 30% töldu það líklegt. Síðari tíma kannanir hafa leitt í ljós ekki ósvipaða niður- stöðu. „En sumir - þótt þeir séu mun færri - byggja viðhorf sitt til framlífs ekki á trú, eða á trú einni saman, heldur telja það grund- vallast á einhvers konar reynslu, á einhverju sem fyrir þá hefur kom- ið. Hér eru um fleiri en eina teg- und reynslu að ræða, stundum er hún á sviði trúmálanna en stund- um ekki, að áliti þeirra sem fyrir henni verða. Til dæmis kemur fyrir - stundum við slys og veik- indi, stundum í heilbrigðu ástandi - að mönnum finnst þeir skyndilega vera fyrir utan líkama sinn og jafnvel sjá hann þar sem hann liggur. Þá munu sumir vafalaust hafa heyrt gamlar sagnir og nýjar af sjómönnum sem voru nær drukknaðir en tókst að endur- lífga. Sumir þeirra komu til baka úr heimi dauðans með minningu um slíka vellíðan að þeir sáu jafn- vel bjargvætti sína aldrei í réttu ljósi eftir það, svo mun betri þótti þeim vistin „hinum megin“. Algengust er þó sennilega sú reynsla að telja sig á einhvern hátt hafa orðið varan við látinn mann. Í könnun sem gerð var á vegum Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum kom í ljós að þeir af hverjum tíu fulltíða Íslendinga töldu sig einhvern tíma á ævinni hafa á einhvern hátt orðið vara við návist látinna manna.“ Margir töldu sig hafa orðið vara við látna Svo mörg voru þau orð Erlends í greininni í Ægi fyrir aldarfjórð- ungi. Því er þetta rifjað upp hér að með því tölublaði sem þessi grein var skrifuð í, var sendur spurningalisti til þáverandi áskrifenda Ægis, þar á meðal fjölda sjómanna, þar sem fiskað Að verða var við látinn mann Kápa hinnar nýju bókar, sem Háskólaút- gáfan hefur sent frá sér - „Látnir í heimi lifenda“. Norðfirðingurinn Ég var að byrja á sjó hérna austur í Neskaupstað og þekkti ekki alla um borð. Við hásetarnir sváfum allir frammi í. Við vorum á línuveiðum fyrir sunnan land og ég var á baujuvakt. Svo sé ég að það kemur maður upp úr lúkarskappanum. Ég sé hann greinilega, bæði klæðnað og vöxt. Það var frekar bjart og hann stóð alveg í ljósinu sem kom upp um lúkarskappann, stendur þar smá stund og fer svo aftur eftir dekkinu. Ég hélt að þetta væri maður sem væri nýbyrjaður og fer niður til þess að tala við hann en þá er enginn þarna niðri... Ég hugsaði eiginlega lítið um þetta meira þarna í augnablikinu, lauk minni vakt. Svo fer ég að spyrja þá að þessu eða manninn sem ég hélt að þetta hefði verið, en það hafði þá ekki verið sá. Ég lýsti fyrir þeim þessum manni sem ég sá og þeir þekktu hann af lýsingunni Norðfirðingarnir um borð. Þá er þetta mað- ur sem ég hafði verið á bátnum áður og var dáinn fyrir nokkrum árum. Ég vissi ekkert um hann.... Á Súlunni frá Akureyri Þannig var að skip sem ég var á var að sökkva, það var Súlan frá Akureyri og við vorum út af Garðskaga. Það var kominn mikill sjór í stýrishúsið og ég var eiginlega orðinn meðvitund- arlaus þar, hef sennilega fengið högg af gólfplötum. Ég vissi að allir voru komnir upp á stýrishúsþakið, upp um glugga, ég var orðinn einn eftir. Þá var eins og kippt væri í öxlina á mér og ég var kominn upp á stýrishúsþak áður en ég vissi eigin- lega af. Svo fékk ég þær upplýsingar hjá miðli, þó ekki á mið- ilsfundi, að afi minn segðist oft hafa verið með mér. Og varð- andi þetta atvik, þá sagði hún að hann segði: „Já, ég kippti þér upp drengur minn.“ Í speglinum Bróðir minn drukknaði þegar hann var 22 ára gamall. Ég var þá 17 ára. Eftir það fór ég að sjá hann og fleira. Tveimur eða þremur dögum eftir að hann drukknaði var ég að greiða mér frammi á gangi og sá hann í speglinum - hann var sjóblautur og ákaflega dapur. Ég sneri mér við og sá hann hverfa þarna á ganginum. Hann hafði ætlað sér að eignast bát, var búinn að ljúka vélstjóranámskeiði. Hann var ljóshærður, frekar hár og stórgerður, geðríkur en hafði lært að stjórna skapi sínu, hafði mikla réttlætistilfinningu og ver ljúfur í lund... Tekið um mitti Ég var á skipi og lá á hnjánum uppi í koju og var að horfa út um kýrauga þegar mér fannst allt í einu að tekið væri þétt um mig miðja eins og maður hefði komið aftan að mér. Ég hélt strax að þetta væri maðurinn minn og sneri mér við en sá engan og enginn hefði getað verið svo fljótur út úr klefanum. Ég fór að tala um þetta og einhverjir skipverjar sögðu mér að þetta væri Ítali, hann hefði farist við smíði skipsins og „væri um borð“. Skólabróðir Ég var til sjós og var í koju og sá gamlan skólabróður minn koma í gegnum hurðina. Ég vissi áður en ég fór á sjóinn að hann var með krabbamein og beið eftir því að deyja. Ég varð undrandi og segi við hann: „Hvað segir þú?“ Og hann segir: „Ja, nú er þetta allt saman búið, þetta er yfirstaðið og mér líður bara ágætlega, en það fylgir þessu mikið amstur. Já, ég þarf að fara í fleiri staði, ég ætlaði bara að kveðja þig, vertu nú blessaður og sæll.“ Og hann leystist upp þarna fyrir framan mig hurði mig o væri væri kynni seinn uðum kæmi Þetta á vei línun geri Og ég um s fárvið brygg meir aður, vegin Sjó Ég m nótti við h ætlað vakti aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.