Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 18
18 U M H V E R F I S M Á L Á Vélstjóraþingi ný- verið kynnti Þórhall- ur Ásbjörnsson nýja skýrslu sem hann hef- ur tekið saman um losun gróðurhúsaloft- tegunda frá fiskiskip- um, en skýrslan var unnin fyrir Loftlags- verkefni Landvernd- ar. Í skýrslunni beinir Þórhallur sjónum að þeim möguleikum sem eru til þess að draga úr elds- neytisnotkun fiskiskipaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda frá honum. Hann telur að ef umtals- verðar framfarir eigi að verða í eldsneytisnýtingu fiskiskipa þurfi að koma til frumkvæði frá þeim sem fremst standi í greininni. Bent er á að töluverður eldsneyt- issparnaður geti náðst með því að innleiða eldsneytissparandi tækni sem ýmist er til eða í burðarliðn- um. „Virðist sem svigrúm til bættrar eldsneytisnýtingar í fiski- skipum sé nokkru meira en víða annars staðar, s.s. í bifreiðum,“ segir Þórhallur og bætir við að ef íslenskur sjávarútvegur taki for- ystuna í eldsneytissparandi tækni fyrir fiskiskip muni það hafa ýms- ar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Útgerðir geti lækkað kostnað sinn, tækifæri skapist fyrir íslensk fyrirtæki í stuðningsgreinum sjávarútvegsins, t.d. á sviði eld- sneytissparandi tækni og síðast en ekki síst gæti verulegur sam- dráttur orðið í losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi. Eldsneytisnotkun fiskiskipa Árið 2002 var eldsneytisnotkun hérlendra fiskiskipa um 250 þús- und tonn, sem olli 22% af losun gróðurhúsalofttegunda af manna- völdum á Íslandi það ár. Síðustu áratugi hefur olíunotkunin aukist umtalsvert í sjávarútvegi, en hún hefur þó dregist saman á allra síð- ustu árum. Þórhallur segir í skýrslu sinni að íslenskum fiski- skipum hafi fjölgað um 8% á tímabilinu 1972 til 2002, en á sama tíma stækkaði fiskiskipa- stóllinn um 64% í brúttórúm- lestum. Á sama tíma óx vélarafl flotans um 113%. „Hér kemur í ljós að magn eldsneytis sem notað er til að sækja hvert tonn af fiski úr hafinu hefur haldist nokkuð stöðugt gegnum tíðina og sveifl- ast kringum 0,12 tonn eldsneytis á hvert tonn afla. Eldsneytisnotk- un á hvert tonn veidds afla fór reyndar stöðugt minnkandi árin 1995-2003 en ekki er ljóst hvort um sé ræða varanlegan samdrátt. Rétt er að benda á að vægi ein- stakra fisktegunda og veiðislóða hefur breyst gegnum tíðina, en þessir þættir geta haft töluverð áhrif á eldsneytisnotkun,“ segir Þórhallur. Hann segir að til þess að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda frá fiskveiðum hljóti keppikeflið fyrst og fremst að vera að draga úr eldsneytisnotkun á aflaeiningu. Árið 2003 voru 89% heildar- aflans veidd með þremur veiðar- færum; flotvörpu (49%), botn- vörpu (14%) og nót (26%). Veið- ar í flotvörpu hófust ekki að neinu marki fyrr en í lok síðustu aldar. Veiðar í botnvörpu hafa hins vegar dregist saman frá því á 9. áratug 20. aldar. Eldsneytisnotkun er mest á hvert tonn í veiðum með botn- vörpu, en minnst er hún í loðnu- veiðum með nót og flotvörpu. „Ef tekið er tillit til aflaverðmætis og eldsneytisnotkun á hvert þorskígildistonn er skoðuð eru veiðar í flotvörpu hinsvegar orku- frekastar og minnst er orkunotk- unin á hvert þorskígildistonn í veiðum á línu, handfæri og net,“ segir í skýrslu Þórhalls. Rétt hönnun skipa og veiðar- færa sparar orku Þórhallur skoðaði hversu mikil orka fari í siglingu og veiðar og komst að eftirfarandi niðurstöðu: „Hlutfallslega mest orka fer í sjálfar veiðarnar með botnvörpu og eru þar af u.þ.b. 60% sem fara í togið. Næst mest orka fer hlut- fallslega í veiðar í flotvörpu og staðbundin veiðarfæri og verður sú orkunotkun fyrst og fremst við beinar veiðar. Hlutfallslega minnst orka fer í nótaveiðar en þar geta 15-30% eldsneytisnotk- unarinnar komið til vegna leiðar sem er hátt hlutfall miðað við önnur veiðarfæri. Veiðar o.fl.: Botnvarpa 75%, flotvarpa 50%, staðbundin veið- arfæri 50%, nót 30-45%. Hinn hluti orkunotkunarinnar Útblástur frá fiskiskipum er umtalsverður mengunarvaldur á Íslandi: Hvernig á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? - gluggað í skýrslu Þórhalls Ásbjörnssonar fyrir loftlagsverkefni Landverndar Eldsneytisnotkun í hlutfalli við aflaverðmæti 1960-1999, vísitala. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.