Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 15
15 H O F S Ó S hafa sett umtalsverða fjármuni í þessa uppbyggingu, en ekki tekið krónu að láni. „Ég reikna með að það verði á bilinu 6 til 8 manns í kringum þetta í landi. Ég á von á því að það verði rólegra í kringum þetta í vetur, en næsta sumar verður ör- ugglega mikið fjör. Nú þegar hafa útgerðaraðilar haft samband við mig og spurst fyrir um þessa þjónustu og þeir eru alvarlega að velta fyrir sér að koma norður í vor og leggja upp hjá okkur.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í þess- ari uppbyggingu meira og minna sjálfur undanfarna mánuði, ætlar hann eftir sem áður að stunda sjó- inn. „Nei, blessaður vertu, ég er bara sjóari og ætla mér að vera áfram á sjónum. Aðalmálið var að koma þessu af stað, en síðan verð ég að komast á sjóinn.“ Í gamla húsi Hraðfrystihúss Hofsóss Starfsemi Sjóskips á Hofsósi er í gamla húsi Hraðfrystihúss Hofs- óss, sem FISK Seafood á Sauðár- króki á. Viggó segir að stjórnend- ur FISK Seafood hafi reynst sér afar hjálplegir við að koma þess- um rekstri á koppinn og hann fer lofsamlegum orðum um samstarf- ið við þá. „Kolka var síðast með rekstur í þessu húsnæði, en hann var síðan lagður af.“ Viggó segir að á þetta „brölt“ á Hofsósi beri að líta sem tilraun til þess að skapa vinnu í landi. „Við getum ekki ætlast til þess að ein- hverjir rétti okkur hjálparhönd ef við gerum ekki eitthvað sjálfir,“ segir hann og bætir við að hann komi til með að verka harðfisk úr bæði þorski og ýsu sem og stein- bít. Afkastamikil þurrkun Harðfiskframleiðsla Sjóskips er nú þegar hafin og segir Viggó að hún fari vel af stað. Spurður um hvort nægur markaður sé fyrir fiskinn, segir Viggó að alltaf sé markaður fyrir góðan harðfisk. „Ég er með mjög afkastamikla þurrkun, en hins vegar lít ég á harðfiskframleiðsluna fyrst og fremst sem uppfyllingu við aðra starfsemi fyrir það fasta starfsfólk sem ég er með í vinnu. Það er með þetta eins og útgerðina hjá mér að góðir hlutir gerast hægt. Ég hef lengi verið með þetta í undirbúningi, ég hafði lengi horft til þess að gera eitthvað við fisk- inn hérna á svæðinu í stað þess að keyra hann allan í burtu. Mark- miðið hjá mér er að sá afli sem er landað í heimabyggð sé unninn í heimabyggð.“ Bætt hafnaraðstaða á Hofsósi Viggó segir að á vegum Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar sé nú átaks- verkefni í gangi sem nefnist „Ver- stöðin Hofsós“, en í því felst m.a. að endurbæta hafnaraðstöðu á Hofsósi verulega. „Hér er að koma flotbryggja og búið er að koma upp steyptri rennu, sem gerir það að verkum að unnt er að sjósetja báta úr vögnum. Þetta verkefni er virkilega þarft og styður við bakið á okkur í þessari uppbyggingu.“ Viggó hefur byggt sína útgerð á leigukvóta. „Umhverfið í þessu er vissulega að verða alltaf erfiðara og erfiðara. Þetta er alltaf að leggjast á færri hendur. Stórút- gerðin hefur verið að kaupa kvót- ann af smábátunum. Þetta eru að- ilarnir sem hafa endalausan að- gang að fjármunum.“ Kvótinn sem Viggó býr yfir er aðeins 520 kíló, en á síðasta ári veiddi hann 350 tonn! Þorskurinn er ætislaus Við víkjum talinu að fiskgengd í Skagafirði. Viggó orðar það svo að það sé fullur fjörður af fiski. „Það hefur verið mjög góð ýsu- veiði, en hins vegar er þorskurinn ætislaus, sem er kannski ekki skrítið þegar haft er í huga að við erum búnir að drepa sílið og loðnuna - sem sagt það sem þorskurinn étur. Það er óhuggu- leg staðreynd að nú er þorskurinn fyrst og fremst að éta sjálfan sig,“ segir Viggó Jón Einarsson. Viggó Jón Einarsson, trillukarl og atvinnurekandi á Hofsósi. Með tilkomu löndunar- og slægingarþjónustu - sem og harðfisk- verkunarinnar - skapast nokkur ný störf á Hofsósi. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.