Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 14
14 H O F S Ó S „Ég hef velt því fyrir mér í tvö ár að fara út í einhverja atvinnu- sköpun í landi. Mér hefur fundist slæmt að horfa upp á það að afl- anum sem kemur á land hér í Skagafirði sé öllum ekið í burtu, en ekki væri eitthvað unnið úr honum hér og um leið sköpuð at- vinna. Hér hefur ekki verið virk löndunar- og slægingarþjónusta fyrir smábáta og mér fannst til- valið að fara út í slíkt. Ég hugsaði með mér þegar fiskverkun Kolku hætti hér rekstri og húsnæðið þar sem hún var með rekstur losnaði að nú væri kjörið tækifæri til þess að setja upp slægingarþjónustu og dauða tímann væri hægt að nýta í eitthvað annað, eins og t.d. harðfiskvinnslu,“ segir Viggó Jón Einarsson hjá Sjóskipum ehf. á Hofsósi, en hann hefur nú aukið umsvif sín á Hofsósi og skapað nokkur störf í landi með því að hleypa af stokkunum slægingar- og löndunarþjónustu fyrir smá- báta, auk harðfiskverkunar. Bátunum boðið upp á þjónustu Sjóskip ehf., sem gerir út Óskar SK, er því, auk útgerðarinnar, komin með vinnslu í landi sem felst í löndunar- og slægingar- þjónustu og harðfiskverkun, auk þess sem fyrirtækið hefur tekið upp samstarf við Fiskmarkað Siglufjarðar og er því með útstöð frá honum á Hofsósi. „Nú er því svo komið að bátarnir hérna fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa. Þeir fá bjóð og frystingu, löndun- arþjónustu og allt sem þá vanhag- ar um.“ Viggó segir að í haust hafi verið sannkallaður landburður af fiski á grunnslóð í Skagafirði og hann ef- ast um að annars staðar á landinu hafi verið viðlíka aflabrögð. „Bíldsey frá Stykkishólmi, sem er 15 tonna yfirbyggður Víking- bátur, hefur verið að gera hér út á línu að undanförnu og þeir hafa fiskað ævintýralega. Bíldsey er að koma með þetta 7-8 tonn eftir daginn. Ég hugsa að hún hljóti að hafa verið í hópi aflahæstu báta á landinu í haust. Við höfum einnig tekið á móti afla frá Sindra frá Kópaskeri og Afa Agga frá Dalvík.“ Ég er bara sjóari! Viggó segir að hann hafi þurft sjálfur að hægja á í sjóróðrunum á meðan hann væri að koma vinnsl- unni í landi í gang. En nú sé hann að komast af stað af krafti á nýjan leik. Hann viðurkennir að Sjóskip ehf. á Hofsósi blása til sóknar í atvinnumálunum á Hofsósi: Fannst að við yrðum að gera eitthvað sjálfir Viggó Jón Einarsson gerir út Óskar SK og hefur gert það gott. Á síðasta ári veiddi hann um 350 tonn á þennan bát - ekki slæmt það - tæpt tonn að jafnaði á dag! aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.