Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 36
36 Þ O R S K S T O F N I N N Guðjón Hjörleifsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokks og for- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, segir það léttvægt þegar vísindamenn kenni stjórnmála- mönnunum um stöðu þorsk- stofnsins. Fjölmargt varðandi þorskinn þurfi að rannsaka mun betur og hann fagnar því að Hafró hyggist auka samráð við sjómenn og aðra hagsmunaaðila. „Aflareglan hefur verið 25% og ég tel að svo eigi að vera áfram,“ segir Guðjón. „Samt sem áður hefur verið veitt allt að 30%, sem er of mikið. Nú er búið að gera aflamarkskerfið markvissara með því að loka sóknardagakerfinu og færa það yfir í krókaaflamarks- kerfið. Með þessari breytingu er ljóst að veiðar eiga að jafnaði að vera um 25% og það tel ég vera vel innan skekkjumarka. Enn- fremur tel ég mikilvægt að veiði- álag á mismunandi undirstofna verði sem næst 25% svo tryggt verði að einstakir stofnar verði ekki ofveiddir né heldur aðrir vannýttir.“ Aflamarkskerfið er orðið markvissara Guðjón segir það vissulega rétt að á síðustu þremur áratugum hafi verið veitt töluvert umfram ráð- gjöf. „Þetta gerðist mest á árun- um 1974-1994, en sl. tíu ár hefur ekki verið farið eins mikið fram úr veiðiráðgjöf. Ég undirstrika að aflamarkskerfið er orðið markviss- ara og veiðar á þorski muni að jafnaði vera nálægt núverandi 25% aflareglu,“ segir Guðjón og bætir við: „Það er mjög léttvægt að kenna stjórnmálamönnum um. Það eru margir þættir er varða þorskinn sem þarf að rannsaka betur. Það er mikilvægt fyrir Hafrannsóknastofnunina að nálg- ast sjómanninn og hagsmunaaðila betur og það ætla þeir að gera. Þeir eru að fara fundarherferð um landið og ég hvet alla þá sem á einn eða annan hátt koma að þessari atvinnugrein að mæta á þessa fundi og taka málefnalega umræðu um þessi mál. Þorskurinn hefur haft tak- markaðan aðgang að loðnu Guðjón telur erfitt að fullyrða á þessu stigi hvort of ógætilega hafi verið farið í loðnuveiðunum og þannig rýrt möguleika þorsksins til að ná sér í æti. „Það er ljóst að þorskurinn hefur haft takmarkað- an aðgang að loðnu á undanförn- um árum. Loðnan hefur haldið sig langt utan við íslenska land- grunnið, og hegðunarmynstur hennar á undanförnum árum hef- ur breyst mikið. Því tel ég að nótaveiðar á loðnu hafi takmörk- uð áhrif á þorskstofninn. Það eru hins vegar skiptar skoðanir með áhrif flottrollsveiða á loðnu á þorskstofninn. Hafrann- sóknastofnun er komin með bún- að til þess að mæla þessi áhrif og það er mikilvægt að niðurstöður þessara rannsókna liggi fyrir svo fljótt sem verða má. Af því loknu þarf að taka ákvörðun um hvort leyfa eigi flottrollsveiðar á loðnu.“ Margt er órannsakað „Þorskurinn hefur átt erfitt upp- dráttar um allan heim og ég tel að það eigi eftir að rannsaka marga þætti. Hvað hefur stækk- andi hvalastofn mikil áhrif á þoskstofninn? Er nóg æti í sjón- um? Hvað með veiðarfærarann- sóknir, eða er dánarvísitala þorsks vanmetin? Er eitthvað annað að gerast í lífríkinu sem við höfum ekki áttað okkur á, þrátt fyrir miklar rannsóknir? Þorskstofninn er ekki að hrynja, en það er spurning hversu langan tíma tek- ur að byggja hann upp. Það er mikilvægt að mínu mati að fá fjármagn til þess að fjölga út- haldsdögum um 30-40 á hvort skip Hafrannsóknastofnunar. Ég tel einnig mikilvægt að fleiri að- ilar komi að túlkun gagna frá Hafrannsóknastofnun, svo tryggð verði ákveðin samkeppni á vís- indasviðinu. Samkeppni mun síð- an leiða til frekari þróunar á þessu sviði og vonandi til betri árang- urs,“ segir Guðjón Hjörleifsson. Léttvægt að kenna stjórnmálamönnunum um - segir Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis Guðjón Hjörleifsson. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 36

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.