Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 30

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 30
30 B J Ö R G U N A R A F R E K „Með þessari bók er loksins sagt ítarlega frá atburði sem í ára- tugi lá í þagnargildi. Strand tundurspillis- ins Skeenu við Viðey var hernaðarleyndar- mál og þess vandlega gætt að ekkert vitn- aðist um hann í um- tali eða fjölmiðlum. Bandamenn vildu ekki að Þjóðverjar fréttu af þessu í stríð- inu,“ segir Óttar Sveinsson, blaðamað- ur og rithöfundur. Út er komin bókin Útkall - hernaðarleyndarmál í Viðey. Þetta er tólfta Útkallsbók Óttars. Allar hafa þær selst vel og fá ávallt góða umsögn sakir spennu og upp- byggingar, sem óhætt er að segja að haldi lesendum föngnum frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Skeenumenn komu óvænt hingað „Mér var fyrst sagt af þessum at- burði fyrir um tíu árum. Þá fannst mér fjarlægt að nota hann sem efnivið í bók. En eftir að ég fór að kynna mér þetta betur komst ég á aðra skoðun. Þarna var unnið mikið björgunarafrek við erfiðar aðstæður og mikilvægt að halda frásögnum af því til haga,“ segir Óttar Sveinsson. „Síðasta haust komu fimm af eftirlifandi skipverjum Skeenu óvænt hingað til lands sem og að- standendur nokkurra sem fórust. Í samtölum við þá komst ég í brunn stórkostlegra frásagna. Vissi þá að ekki yrði aftur snúið og hér væri komið efni í næstu bók. Frásagnir Kanadamannanna voru mér mikilvægar og sömu- leiðis ýmsar skráðar heimildir sem þeir lumuðu á. Sömuleiðis veitti föðurbróðir minn, Örlygur Hálfdánarson, mér mikilvæga að- stoð, en hann og faðir minn eru einmitt fæddir og uppaldir í Við- ey.“ Haustið 1944 voru Kanada- menn með fimm tundurspilla á Atlantshafinu. Þeir gegndu mik- ilvægu hlutverki í innrás Banda- manna í Normandí í Frakklandi, en að öðru leyti var meginhlut- verk þeirra að hafa upp á og granda kafbátum Þjóðverja. Í því efni voru skipverjar á Skeenu öðr- um lagnari og það var ekki að ófyrirsynju sem tundurspillir þeirra var sagður stolt kanadíska sjóhersins. Siglingafræðingurinn baðst undan ... 25. október 1944. Kanadísku skipin voru á sigl- ingu sunnan við landið þegar djúp lægð gekk yfir og það gerði foráttuveður. Frá herstjórn Breta í Reykjavík voru send skilaboð til skipanna um að koma í var við Reykjavík og fóru skipherrarnir eftir því. Einn æðsti maðurinn á Skeenu var Peter Chance, sigl- ingafræðingur. Hann hafði allan tímann efasemdir um skynsemi þessarar ráðstöfunar. Vissi að ekki væri góður haldbotn fyrir utan Reykjavík - hafði tvisvar áður komið til Íslands þar sem Skeena dró hér akkeri. Peter fór því fram á að vera leystur undan ábyrgð sinni og skyldum eftir að skipið hafði varpað akkerum milli Við- eyjar og Engeyjar. Laust eftir miðnætti, aðfaranótt 25. október, var Skeena í vari við Engey en svo fór að akkerisfestar skipsins slitnuðu og skipið hrakt- ist undan storminum inn að vest- asta odda Viðeyjar. Þar strandaði skipið og þegar skipverjar skynj- uðu hvers kyns var sendu þeir út neyðarkall. „Harmleikurinn hófst þegar skipið strandaði. Þó fóru nokkrir skipverjanna að reyna björgun upp á eigin spýtur með því að komast í land á björgunarflekum. Fimmtán drukknuðu eða ofkæld- ust, nokkrir komust á land í Við- ey en alls 21 sjóliða rak í sjónum, bikasvörtum af olíu, alla leið upp í Kollafjarðarbotn. Við rismál næsta morgun þegar heimilisfólk á Mógilsá var að fara til bústarfa knúði einn skipverjanna af Skeenu þar dyra, aðframkominn, og gerði fólk sér þá grein fyrir að mikil alvara var á ferðum. Þegar farið var niður í fjörur fundust skipverjarnir hver af öðrum, sum- Nýjasta Útkallsbók Óttars Sveinssonar fjallar um strand Skennu við Viðey. Sagan sem mátti ekki segja af hernaðarástæðum: Eyðan í Íslandssögunni Alls fórust fimmtán manns af Skeenu og voru þeir jarðsettir með viðhöfn í Fossvogs- kirkjugarði. Myndin er frá athöfninni. Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 30

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.