Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 27
27 F I S K V E I Ð A R Í umræðum á Alþingi nýverið um togveiði á grunnslóð kom fram í máli sjávarútvegsráðherra að í sjávarútvegsráðuneytinu væri nú til umfjöllunar erindi um að tak- marka frekar togveiðar fyrir Suð- ur- og Vesturlandi. Einnig kom fram að ráðuneytið hefði nú til skoðunar erindi um að auka drag- nótaveiðar fyrir Suðurlandi, en ekki væri búið að taka afstöðu til þess. Spurt um áhrif botnvörpu- veiða á grunnslóð á botninn og lífríkið Þessar upplýsingar komu fram í umræðu í þinginu í kjölfar fyrir- spurnar Jóns Gunnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, til sjávarútvegsráðherra, um togveið- ar á grunnslóð. Jón benti á að sumsstaðar leyfðist að veiða með botnvörpu upp að þremur mílum frá landi, en þetta væri þó mis- munandi eftir landssvæðum. Jón sagði að þegar rætt væri um veið- ar með trolli á grunnslóð velti menn ekki einungis fyrir sér áhrifum veiðarfæranna á botninn og lífríkið, heldur ekki síður sam- búð mismunandi veiðarfæra og bátaflokka á sömu veiðislóð. Jón sagði að halda mætti að sú meg- inregla gilti að smærri bátar gætu sótt á grunnslóðina en stærri bát- um væri beitt utar. Það virtist þó ekki gilda um hafsvæðið undan suðurströndinni út af Faxaflóa. Jón taldi mikla þörf á að friða grunnslóðina innan 12 mílna fyr- ir stórvirkum veiðarfærum eins og botnvörpu og hann benti á að þó svo smábátar séu alltaf að verða stærri og fullkomnari en áður dyljist engum að þeir séu ekki ætlaðir til veiða á djúpmið- um allt árið. Horfa verður á heildarhagsmunina Sjávarútvegsráðherra sagði ljóst að togveiðar væru að jafnaði heimilar nær landi fyrir suður- ströndinni en annars staðar og þá fyrst og fremst fyrir minni tog- skip. Þannig hafi þetta verið um langt árabil. Þá sérstöðu megi bæði rekja til útgerðarhátta á þessu svæði og fiskigengdar. Ljóst sé að verulegar breytingar á tog- veiðiheimildum fiskiskipa á þessu svæði myndu raska útgerðarhátt- um fyrir Suður- og Vesturlandi. Þá sé rétt að benda á að Hafrann- sóknastofnun hafi ekki lagt til að dregið sé úr togveiðum á þessum slóðum frekar en hafi verið gert með sérstökum reglugerðum. Sjávarútvegsráðherra sagði að með vaxandi línuútgerð á Suður- nesjum mætti gera ráð fyrir há- værar kröfum um að togveiðibát- unum verði ýtt utar. Það þýddi hins vegar ekki að sjálfkrafa yrði orðið við þeim erindum. Horfa yrði á heildarhagsmunina, bæði fiskverndarhagsmuni og hags- muni útgerðarformanna. Veiðar togbáta skiptu mjög miklu máli fyrir atvinnulífið, bæði á Suður- nesjum og í Vestmannaeyjum sér- staklega. Hagsmunasamtök togveiði- skipa Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í þessari umræðu að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi á Íslandi væru öflug- astir í LÍÚ. Þau hagsmunasamtök væru fyrst og fremst hagsmuna- samtök sem störfuðu fyrir tog- veiðiskipin. Ef menn ætluðu að hlusta á þá og gefa eftir gagnvart þeim yrðu ekki neinar breytingar. Jóhann benti á að togskip hafi aukist að afli á undanförnum árum og veiðar færst frá öðrum veiðarfærum yfir til togveiðarfæra í miklum mæli. Hafró hafi ekki rannsakað hvaða áhrif þetta hafi á fiskimiðin. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði að því miður hafi veiðarfærarann- sóknir við Ísland verið vanræktar of mikið undanfarna áratugi og í raun væru Íslendingar langt að baki nágrannaþjóðunum í þessum efnum, sem bæri að harma. Þetta sagði Magnús að væri að koma okkur í koll ef marka mætti ný- legar myndir sem Hafró tók við suðurströndina, en þær sýndu að togveiðarfæri hafi valdið óbætan- legu tjóni á dýrmætum vistkerf- um, kórallasvæðum, sem seint eða aldrei verði bætt. Því sé full ástæða til að fara vel yfir þessi mál með gagnrýnum hætti. Verður grunnslóð friðuð fyrir stórvirkum veiðarfærum? - athyglisverð umræða á Alþingi um togveiði á grunnslóð Erindi hefur verið sent til sjávarútvegsráðuneyt- isins um að takmarka frekar togveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.