Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Síða 17

Ægir - 01.07.2006, Síða 17
17 R A N N S Ó K N I R skoðuð sérstaklega, en nokk- ur slík svæði á landgrunninu hafa þegar verið friðuð með útgáfu reglugerðar. Í fram- haldi af kortlagningunni er ætlunin að rannsaka með fjarstýrðum búnaði búsvæði kórallanna og áhrif svæða- friðunar á samfélög botndýra. Guðrún segir að þekkt fiskimið séu á umræddu mæl- ingasvæði á Reykjaneshrygg og því mikilvægt að fá af þeim svo nákvæm dýptarkort. Afar áhugavert svæði Árið 1991 var gerður út leið- angur á hluta af þessu svæði og þá var sjónum m.a. beint að manganútfellingum. Að þessum leiðangri komu auk Hafrannsóknastofnunarinnar, Náttúrufræðistofnun Íslands, Raunvísindastofnun Háskól- ans og Orkustofnun. Gerðar voru dýptarmælingar með venjulegum dýptarmæli, en með fjölgeislamælinum fæst nú mun nákvæmari vitneskja um svæðið, t.d. sjást nú í fyrsta skipti útlínur hrauna og gosstöðva á svæðinu. Jarðfræðilega er þetta svæði áhugavert, enda vitað um mikla gosvirkni í gegnum tíðina á Reykjaneshryggnum. Sveinn Jakobsson, jarðfræð- ingur, hefur kannað eldvirkni svæðisins og m.a. skrifað um það grein í Náttúrufræðinginn árið 1975. Samkvæmt henni er talið að eyjan Nýey, sem er nyrst í gosþyrpingu á um- ræddu mælingasvæði í sumar, hafi myndast árið 1783, en hún varð undan að láta vegna ágangs sjávar, eins og Jólnir og Syrtlingur við Vestmanna- eyjar. Talið er að Nýey hafi verið á svokölluðum Sökku- bana, en minnsta dýpi niður á hann er um fjörutíu metrar. Mikilvæg kortlagning Sem fyrr segir hefur Hafrann- sóknastofnunin frá árinu 2000 aflað mikilvægra upplýsinga um landgrunnið með fjöl- geislamælingum, en fyrst og fremst eru kortlögð svæði á ytri hluta landgrunnsins og í landgrunnshlíðum umhverfis landið. Þessi kortlagning er grunnur að frekari rannsókn- um stofnunarinnar, s.s. kort- lagningu búsvæða, könnun veiðislóða og áhrif veiðarfæra á botn, auk þess að veita mikilsverðar upplýsingar um jarðfræði hafsbotnsins. Sem afrakstur af fjölgeislamæling- um á undanförnum árum má nefna kortlagningu búsvæða við suðurkant landgrunnsins vorið 2004 og friðaðra veiði- svæða og umhverfi þeirra norðaustur af Langanesi á síð- asta ári. Í báðum þessum til- fellum var kortlagningin grunnur að frekari rannsókn- um - meðal annars neðansjáv- armyndatöku og söfnun sýna. Hafrannsóknastofnunin gefur ekki út sjókort byggð á upplýsingum úr fjölgeisla- mælingunum. Um útgáfu sjó- korta sjá Sjómælingar Íslands alfarið. Hins vegar eru allar upplýsingar og þar á meðal þrívíddarkort byggð á mæl- ingunum aðgengilegar á vefnum www.hafro.is - undir „Rannsóknir - Kortlagning hafsbotnsins“. Á þessari afstöðumynd má sjá rannsóknasvæðið suðvestur af Reykjanesi. Netagerð Jóns Holbergssonar ehf. Hjallahraun 11 - 220 Hafnarfjörður Sími 555-4949 - Fax565-2229 E-mail: njh@njh.is Erum reiðubúin til þjónustu • Veiðarfæri og almenn þjónusta • Fullbúið víraverkstæði • Eigum á lager kaðla, net, garn og veiðarfæralása • Riðfría víra og lása. Hringdu ef þú vilt fá frekari upplýsingar. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 17

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.