Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 17

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 17
17 R A N N S Ó K N I R skoðuð sérstaklega, en nokk- ur slík svæði á landgrunninu hafa þegar verið friðuð með útgáfu reglugerðar. Í fram- haldi af kortlagningunni er ætlunin að rannsaka með fjarstýrðum búnaði búsvæði kórallanna og áhrif svæða- friðunar á samfélög botndýra. Guðrún segir að þekkt fiskimið séu á umræddu mæl- ingasvæði á Reykjaneshrygg og því mikilvægt að fá af þeim svo nákvæm dýptarkort. Afar áhugavert svæði Árið 1991 var gerður út leið- angur á hluta af þessu svæði og þá var sjónum m.a. beint að manganútfellingum. Að þessum leiðangri komu auk Hafrannsóknastofnunarinnar, Náttúrufræðistofnun Íslands, Raunvísindastofnun Háskól- ans og Orkustofnun. Gerðar voru dýptarmælingar með venjulegum dýptarmæli, en með fjölgeislamælinum fæst nú mun nákvæmari vitneskja um svæðið, t.d. sjást nú í fyrsta skipti útlínur hrauna og gosstöðva á svæðinu. Jarðfræðilega er þetta svæði áhugavert, enda vitað um mikla gosvirkni í gegnum tíðina á Reykjaneshryggnum. Sveinn Jakobsson, jarðfræð- ingur, hefur kannað eldvirkni svæðisins og m.a. skrifað um það grein í Náttúrufræðinginn árið 1975. Samkvæmt henni er talið að eyjan Nýey, sem er nyrst í gosþyrpingu á um- ræddu mælingasvæði í sumar, hafi myndast árið 1783, en hún varð undan að láta vegna ágangs sjávar, eins og Jólnir og Syrtlingur við Vestmanna- eyjar. Talið er að Nýey hafi verið á svokölluðum Sökku- bana, en minnsta dýpi niður á hann er um fjörutíu metrar. Mikilvæg kortlagning Sem fyrr segir hefur Hafrann- sóknastofnunin frá árinu 2000 aflað mikilvægra upplýsinga um landgrunnið með fjöl- geislamælingum, en fyrst og fremst eru kortlögð svæði á ytri hluta landgrunnsins og í landgrunnshlíðum umhverfis landið. Þessi kortlagning er grunnur að frekari rannsókn- um stofnunarinnar, s.s. kort- lagningu búsvæða, könnun veiðislóða og áhrif veiðarfæra á botn, auk þess að veita mikilsverðar upplýsingar um jarðfræði hafsbotnsins. Sem afrakstur af fjölgeislamæling- um á undanförnum árum má nefna kortlagningu búsvæða við suðurkant landgrunnsins vorið 2004 og friðaðra veiði- svæða og umhverfi þeirra norðaustur af Langanesi á síð- asta ári. Í báðum þessum til- fellum var kortlagningin grunnur að frekari rannsókn- um - meðal annars neðansjáv- armyndatöku og söfnun sýna. Hafrannsóknastofnunin gefur ekki út sjókort byggð á upplýsingum úr fjölgeisla- mælingunum. Um útgáfu sjó- korta sjá Sjómælingar Íslands alfarið. Hins vegar eru allar upplýsingar og þar á meðal þrívíddarkort byggð á mæl- ingunum aðgengilegar á vefnum www.hafro.is - undir „Rannsóknir - Kortlagning hafsbotnsins“. Á þessari afstöðumynd má sjá rannsóknasvæðið suðvestur af Reykjanesi. Netagerð Jóns Holbergssonar ehf. Hjallahraun 11 - 220 Hafnarfjörður Sími 555-4949 - Fax565-2229 E-mail: njh@njh.is Erum reiðubúin til þjónustu • Veiðarfæri og almenn þjónusta • Fullbúið víraverkstæði • Eigum á lager kaðla, net, garn og veiðarfæralása • Riðfría víra og lása. Hringdu ef þú vilt fá frekari upplýsingar. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.