Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Síða 18

Ægir - 01.07.2006, Síða 18
18 S K Ö T U S E L U R Nýverið kom út viðamikil rann- sóknaskýrsla um skötusel á norðlægum slóðum og við strendur Evrópu, sem er af- rakstur þriggja ára samvinnu Noregs, Hjaltlands, Færeyja og Íslands um rannsóknir á skötusel. Í skýrslunni er dreg- in saman þekking á líffræði skötusels, vistfræði, veiðum og veiðistjórnun á hafsvæði þessara landa. Staðbundinn fiskur - og þó ekki Rannsóknirnar tóku m.a. til umfangsmikilla merkinga á skötusel, en merkingar með venjulegum örvamerkjum hafa sýnt að skötuselurinn heldur sig að mestu á sama svæði og nær öll merkin end- urheimtust innan 100 km frá merkingarstað. Þetta var þó ekki algilt, sem er til marks um að skötuselurinn á það til að ganga milli landa. Þannig veiddist skötuselur við suðurströnd landsins, sem var merktur við Fær- eyjar og annar merktur við Hjaltland. Úr Hjaltlandsmerkingunni fékkst einnig fiskur við Færeyjar. Fyrstu niður- stöður úr erfðarann- sóknum leiða í ljós að mikill skyldleiki er milli skötuselsins við Ísland og Noreg. Einar Jónsson, fiskifræðingur við Hafrann- sóknastofnunina, var fulltrúi Íslands í rannsóknunum og gerð skýrslunnar. Takmörkuð þekking á líf- og vistfræði skötuselsins Í skýrslunni segir að þekking á líf- og vistfræði skötuselsins sé tiltölulega takmörkuð. Meðfram evrópsku land- grunnsbrúninni séu þekktar tvær tegundir skötusels sem eru næsta líkar í útliti, þ.e. Lophius piscatorius og Lophi- us budegassa. Sú fyrrnefnda er miklu algengari norðantil viðstrendur álfunnar og er þar einnig að finna á land- grunninu sjálfu allt upp undir strendur og þá stundum á tiltölulega grunnu vatni. Á þessum norðlægu slóðum er skötuselurinn milli 50 til 80 cm langur þegar kynþroska er náð og vegur hann þá um og yfir 3 kg. Lophius piscatorius getur full- vaxinn náð allt að 2ja metra lengd en stærstu fiskar í veið- unum í dag eru þó vana- lega miklu minni. Hrygning skötuselsins er mjög sérstæð þar sem hrygnan setur frá sér afurð sína í allt að 10 m löngum hrognaborða sem rekur um uns hrognin klekjast út. Egg og lirfur eru sviflæg og berast með hafstraumum þar til seiðin leita botns þegar þau eru um 5 cm á lengd. Í skýrslunni segir að enn sé mörgu ósvarað varðandi skötuselinn, t.d. varðandi hrygningu, ferðir hans milli hafsvæða, rek seiða og erfða- fræðilegan skyldleika milli stofna á svæðinu og þörf sé á frekari vitneskju um vöxt, kynþroska, fæðu og náttúru- lega dánartölu. Aukin þekk- ing um þessa þætti geti skipt Lokið er nokkurra ára rannsókn á skötusel á norðlægum slóðum: Brellinn fiskur og mörgu er ósvarað Skötuselur hefur fundist allt frá nokkurra metra dýpi niður á 1800 metra. Á vef Hafró er skötuselnum lýst svo: „Hann heldur sig á sand-, leir-, skelja-, malar- og jafnvel grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum og lúrir eftir bráð. Notar hann þá „veiðistöng“ sína með „beitunni“ á endanum sem agn og lokkar til sín bráð, eink- um ýmsa fiska. Ekki verður aftur snúið þegar bráðin er komin í stóran kjaftinn með nálhvössum, afturvísandi tönn- um. Fæða skötuselsins eru mest ýmsar fisktegundir eins og þorskur, ýsa, langa, keila, spærlingur, kolmunni, flestar teg- undir flatfiska, sandsíli og smáháfar, en einnig ýmis krabba- dýr eins og humar, trjónukrabbi og fleiri. Einnig étur hann smokkfiska og flesta stærri hryggleysingja.“ Skötuselurinn vex um 15-20 cm fyrsta árið og á þriðja ári er hann orðinn 50 cm langur. Kynþroska nær hann við 75-80 cm lengd. Skötuselurinn getur orðið allt að 200 cm langur en stærsti skötuselurinn, sem vitað er til að veiðst hafi við Ísland, var 134 cm og veiddist á Öræfagrunni árið 1996. Ógnvekjandi kjaftur með nálhvössum tönnum aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 18

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.