Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2006, Page 25

Ægir - 01.07.2006, Page 25
25 S J A L D S É Ð I R F I S K A R Fengs ÞH 207 á 180 m dýpi í Eyjafjarðarál. Litla brosma er nokkuð algeng undan Suðurlandi, en veiðist nú einstöku sinnum undan Norðurlandi. Lýr, Pollachius pollachius Vorið 2005 veiddist lýr í hrognkelsanet Fengs ÞH 207 út af Fjörðum. Í júní fékk Harðbakur EA tvo, 68 og 95 cm langa, í botnvörpu á Stokksnesgrunni og í desember veiddi Dala Rafn VE þann fjórða undan Ingólfshöfða. Tuðra, Himantolophus albinares Alls veiddust fjórar tuðrur í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg í maí. Þær voru 14,5-24 cm langar. Lúsífer, Himantolophus groenlandicus Í maí veiddust þrír í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna, þeir voru 25-45 cm langir. Litli lúsífer, Himantolophus mauli Tveir fiskar veiddust í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°33’N, 28°23’V), þeir voru 19 og 23 cm langir. Drekahyrna, Chaenophryne draco Í maí veiddist ein í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°39’N, 28°56’V), hún var 12 cm löng. Slétthyrna, Chaenophryne longiceps Um miðjan júní veiddust tvær slétthyrnur í botnvörpu á grálúðuslóðinni vestur af Víkurál (65°20’N, 28°04’ V og 65°29’N, 28°02’V), þær voru 11 og 18,5 cm langar. Veiðiskip var Guðmundur í Nesi. Svarthyrna, Oneirodes eschrichtii Ein 12,5 cm löng svarthyrna veiddist í maí í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°33’N, 28°28’V). Sædjöfull, Ceratias holboelli Kaldbakur EA veiddi í apríl 80 cm langa sædjöfulshrygnu með áfastann hæng á 380 m dýpi SV af Reykjanesi (63°21’N, 25°40’V). Í maí veiddust þrír í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á karfslóð á Reykjaneshrygg, þeir voru 30-37 cm langir. Í júní veiddust tveir í botnvörpu Guðmundar í Nesi RE á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóð, þeir voru 37 og 88 cm langir. Surtur, Cryptopsaras couesii Einn surtur veiddist í maí í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°42’N, 28°40’V), hann var 24 cm langur. Surtla, Linophryne lucifer Í mars veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK surtlu í Rósagarðinum (63°50’N, 12°35’V) sem var 22 cm löng. Í maí veiddist ein 15 cm löng í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna (61°33´N, 28°23´V) Hornfiskur, Belone belone Leifar af hornfiski komu upp úr þorskmaga úti fyrir Austfjörðum í janúar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar, en miðað við stærð haussins gæti hornfiskurinn hafa verið allt að 70 cm langur í lifanda lífi. Gráröndungur, Chelon labrosus Í byrjun september veiddist 50 cm í net við Grjóteyri í Borgarfirði. Rauðskoltur – Þessi sjaldséða tegund hefur fundist víða um heimsins höf, þó sennilega ekki norðar en hér við Ísland. Rauðskoltur, Rondeletia loricata Í janúar veiddi Guðmundur í Nesi RE einn rauðskolt í botnvörpu á grálúðuslóðinni vestur af Víkurál (Nátt. Kóp.). Rauðskinni, Barbourisia rufa Togarinn Barði NK veiddi rauðskinna í maí, í botnvörpu á 950 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°25´N, 28°06´V). Hann var 41 cm á lengd. Í sama mánuði veiddi Snorri Sturluson VE rauðskinna, 37 cm langan, í flotvörpu djúpt SV af Reykjanesi (61°33´N, 28°28´V). Í júní veiddi Örfirisey RE þann þriðja, einnig í flotvörpu, á svipuðum slóðum (61°55´N, 29°25´V) sem mældist 34 cm langur. Bjúgtanni, Anoplogaster cornuta Í maí veiddust tveir bjúgtannar, 18 cm hvor, á karfaslóðinni á Reykjaneshrygg. Veiðiskip var Snorri Sturluson VE. Þá veiddi Guðmundur í Nesi RE einn 15 cm langan á grálúðuslóðinni. Dökksilfri – Alltaf öðru hvoru veiðist þessi tegund við Ísland, einkum á Reykjaneshrygg en einnig á Íslands- Færeyjahrygg. Dökksilfri, Diretmichthys parini Í janúar veiddist 40 cm dökksilfri í botnvörpu Snorra Sturlusonar VE á 290 m dýpi í Hvalbakshalli (64°21´N, 12°27´V) og í maí veiddi sama skip 27 cm fisk í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Ásgrímur Halldórsson SF fékk 34 cm langan dökksilfra í kolmunna- vörpu á Íslands-Færeyjahryggnum (63°24’N, 11°53°V) í maí. Í júní veiddi Guðmundur í Nesi RE 32 cm langan dökksilfra á grálúðu- slóðinni vestur af Víkurál og Bylgja VE fékk einn 35 cm fisk í Grindavíkurdjúpi í des. Búrfiskur, Hoplostethus atlanticus Guðmundur í Nesi RE veiddi í júní 17 cm langan búrfisk á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóðinni (65°29’N, 20°02’V). Þó svo að búrfiskur hafi e.t.v. ekki verið talinn með sjaldgæfum fiskum, þá er ekki oft sem þeir sjást svona litlir. Stóra sænál – Á undanförnum árum hefur óvenju mikið verið um stóru sænál við Ísland. Stóra sænál, Entelurus aequoraeus Í janúar fannst stórasænál á netum við fiskeldiskví í Eyjafirði, og í mars veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK aðra í Rósagarði. Tómasarhnýtill, Cottunculus thomsonii Í mars veiddist 10 cm langur tómasarhnýtill á 100 m dýpi NV af Bjargtöngum (65°38’N, 25°16’V) og í júní 46 cm langur á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóðinni (65°29’N, 28°02’V). Þann fyrri veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK, en Guðmundur í Nesi RE þann seinni. Ennisfiskur – Við Ísland virðist ennisfiskur einkum halda sig á Reykjaneshrygg og djúpt vestur af landinu. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens Tveir ennisfiskar bárust árið 2005. Þann fyrri veiddi Snorra Sturlusonar VE í flotvörpu í maí við Reykjaneshrygg, þann seinni Guðmundur í Nesi RE á grálúðuslóðinni vestur af landinu í júní. Sars-álbrosma, Lycenchelys sarsi Sturlaugur H. Böðvarsson AK veiddi 10 cm langa sars-álbrosmu á 550 m dýpi í Rósagarði í maí. Árið 2005 veiddist makríll allt í kringum landið. Makríll, Scomber scombrus Árið 2005 bárust óvenjulega margar tilkynningar um makríl við Ísland. Hans varð vart allt í kringum landið, einna mest þó fyrir Norðurlandi þar sem hann ánetjaðist gjarnan í þorska- og ýsunet. Hann veiddist einnig í silunganet, á sjóstöng og handfæri og í botn- og flotvörpu. Mest virðist hafa verið um hann við landið í ágúst og september og voru um 380 kg skráð sem landaður afli. Þeir makrílar sem mældir voru, voru flestir á lengdarbilinu 37-44 cm. Eins og sjá má á þessu kort veiddist makrill víða kringum landið árið 2005. Einkum veiddist makríll fyrir austan og norðan land, en minnst fannst af honum við suðurströndina. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 25

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.