Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 25

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 25
25 S J A L D S É Ð I R F I S K A R Fengs ÞH 207 á 180 m dýpi í Eyjafjarðarál. Litla brosma er nokkuð algeng undan Suðurlandi, en veiðist nú einstöku sinnum undan Norðurlandi. Lýr, Pollachius pollachius Vorið 2005 veiddist lýr í hrognkelsanet Fengs ÞH 207 út af Fjörðum. Í júní fékk Harðbakur EA tvo, 68 og 95 cm langa, í botnvörpu á Stokksnesgrunni og í desember veiddi Dala Rafn VE þann fjórða undan Ingólfshöfða. Tuðra, Himantolophus albinares Alls veiddust fjórar tuðrur í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg í maí. Þær voru 14,5-24 cm langar. Lúsífer, Himantolophus groenlandicus Í maí veiddust þrír í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna, þeir voru 25-45 cm langir. Litli lúsífer, Himantolophus mauli Tveir fiskar veiddust í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°33’N, 28°23’V), þeir voru 19 og 23 cm langir. Drekahyrna, Chaenophryne draco Í maí veiddist ein í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°39’N, 28°56’V), hún var 12 cm löng. Slétthyrna, Chaenophryne longiceps Um miðjan júní veiddust tvær slétthyrnur í botnvörpu á grálúðuslóðinni vestur af Víkurál (65°20’N, 28°04’ V og 65°29’N, 28°02’V), þær voru 11 og 18,5 cm langar. Veiðiskip var Guðmundur í Nesi. Svarthyrna, Oneirodes eschrichtii Ein 12,5 cm löng svarthyrna veiddist í maí í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°33’N, 28°28’V). Sædjöfull, Ceratias holboelli Kaldbakur EA veiddi í apríl 80 cm langa sædjöfulshrygnu með áfastann hæng á 380 m dýpi SV af Reykjanesi (63°21’N, 25°40’V). Í maí veiddust þrír í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á karfslóð á Reykjaneshrygg, þeir voru 30-37 cm langir. Í júní veiddust tveir í botnvörpu Guðmundar í Nesi RE á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóð, þeir voru 37 og 88 cm langir. Surtur, Cryptopsaras couesii Einn surtur veiddist í maí í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg (61°42’N, 28°40’V), hann var 24 cm langur. Surtla, Linophryne lucifer Í mars veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK surtlu í Rósagarðinum (63°50’N, 12°35’V) sem var 22 cm löng. Í maí veiddist ein 15 cm löng í flotvörpu Snorra Sturlusonar VE á Reykjaneshrygg rétt við 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna (61°33´N, 28°23´V) Hornfiskur, Belone belone Leifar af hornfiski komu upp úr þorskmaga úti fyrir Austfjörðum í janúar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar, en miðað við stærð haussins gæti hornfiskurinn hafa verið allt að 70 cm langur í lifanda lífi. Gráröndungur, Chelon labrosus Í byrjun september veiddist 50 cm í net við Grjóteyri í Borgarfirði. Rauðskoltur – Þessi sjaldséða tegund hefur fundist víða um heimsins höf, þó sennilega ekki norðar en hér við Ísland. Rauðskoltur, Rondeletia loricata Í janúar veiddi Guðmundur í Nesi RE einn rauðskolt í botnvörpu á grálúðuslóðinni vestur af Víkurál (Nátt. Kóp.). Rauðskinni, Barbourisia rufa Togarinn Barði NK veiddi rauðskinna í maí, í botnvörpu á 950 m dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°25´N, 28°06´V). Hann var 41 cm á lengd. Í sama mánuði veiddi Snorri Sturluson VE rauðskinna, 37 cm langan, í flotvörpu djúpt SV af Reykjanesi (61°33´N, 28°28´V). Í júní veiddi Örfirisey RE þann þriðja, einnig í flotvörpu, á svipuðum slóðum (61°55´N, 29°25´V) sem mældist 34 cm langur. Bjúgtanni, Anoplogaster cornuta Í maí veiddust tveir bjúgtannar, 18 cm hvor, á karfaslóðinni á Reykjaneshrygg. Veiðiskip var Snorri Sturluson VE. Þá veiddi Guðmundur í Nesi RE einn 15 cm langan á grálúðuslóðinni. Dökksilfri – Alltaf öðru hvoru veiðist þessi tegund við Ísland, einkum á Reykjaneshrygg en einnig á Íslands- Færeyjahrygg. Dökksilfri, Diretmichthys parini Í janúar veiddist 40 cm dökksilfri í botnvörpu Snorra Sturlusonar VE á 290 m dýpi í Hvalbakshalli (64°21´N, 12°27´V) og í maí veiddi sama skip 27 cm fisk í flotvörpu á Reykjaneshrygg. Ásgrímur Halldórsson SF fékk 34 cm langan dökksilfra í kolmunna- vörpu á Íslands-Færeyjahryggnum (63°24’N, 11°53°V) í maí. Í júní veiddi Guðmundur í Nesi RE 32 cm langan dökksilfra á grálúðu- slóðinni vestur af Víkurál og Bylgja VE fékk einn 35 cm fisk í Grindavíkurdjúpi í des. Búrfiskur, Hoplostethus atlanticus Guðmundur í Nesi RE veiddi í júní 17 cm langan búrfisk á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóðinni (65°29’N, 20°02’V). Þó svo að búrfiskur hafi e.t.v. ekki verið talinn með sjaldgæfum fiskum, þá er ekki oft sem þeir sjást svona litlir. Stóra sænál – Á undanförnum árum hefur óvenju mikið verið um stóru sænál við Ísland. Stóra sænál, Entelurus aequoraeus Í janúar fannst stórasænál á netum við fiskeldiskví í Eyjafirði, og í mars veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK aðra í Rósagarði. Tómasarhnýtill, Cottunculus thomsonii Í mars veiddist 10 cm langur tómasarhnýtill á 100 m dýpi NV af Bjargtöngum (65°38’N, 25°16’V) og í júní 46 cm langur á 900-1000 m dýpi á grálúðuslóðinni (65°29’N, 28°02’V). Þann fyrri veiddi Sturlaugur H. Böðvarsson AK, en Guðmundur í Nesi RE þann seinni. Ennisfiskur – Við Ísland virðist ennisfiskur einkum halda sig á Reykjaneshrygg og djúpt vestur af landinu. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens Tveir ennisfiskar bárust árið 2005. Þann fyrri veiddi Snorra Sturlusonar VE í flotvörpu í maí við Reykjaneshrygg, þann seinni Guðmundur í Nesi RE á grálúðuslóðinni vestur af landinu í júní. Sars-álbrosma, Lycenchelys sarsi Sturlaugur H. Böðvarsson AK veiddi 10 cm langa sars-álbrosmu á 550 m dýpi í Rósagarði í maí. Árið 2005 veiddist makríll allt í kringum landið. Makríll, Scomber scombrus Árið 2005 bárust óvenjulega margar tilkynningar um makríl við Ísland. Hans varð vart allt í kringum landið, einna mest þó fyrir Norðurlandi þar sem hann ánetjaðist gjarnan í þorska- og ýsunet. Hann veiddist einnig í silunganet, á sjóstöng og handfæri og í botn- og flotvörpu. Mest virðist hafa verið um hann við landið í ágúst og september og voru um 380 kg skráð sem landaður afli. Þeir makrílar sem mældir voru, voru flestir á lengdarbilinu 37-44 cm. Eins og sjá má á þessu kort veiddist makrill víða kringum landið árið 2005. Einkum veiddist makríll fyrir austan og norðan land, en minnst fannst af honum við suðurströndina. aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.