Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2006, Síða 31

Ægir - 01.07.2006, Síða 31
31 B L E I K J U F Ó Ð U R fiskinum vel og leiði til sambærilegs vaxtar og hefðbundið fóður. Fóðrið má heldur ekki hafa neikvæð áhrif á gæði lokaafurða og er þá helst tekið tillit til efnasamsetningar og eðliseiginleika af- urða, svo sem litar, bragðs og þéttleika fiskvöðva. Fóðrið þarf auk þess að hafa rétta eðliseiginleika og skiptir þar mestu máli sökkhraði þess og ending í eldis- vökvanum. Verkefnið skiptist í tvo meginhluta þar sem annars vegar eru notuð plöntu- prótein að hluta til í stað fiskimjöls og hins vegar plöntuolíur að hluta til í stað lýsis í fóður fyrir bleikju af tveimur stærðarhópum. Tilraunir á stærri bleikju eru framkvæmdar í Hólalaxi í Hjaltadal og tilraunir á smáseiðum í eldisaðstöðu Hólaskóla á Sauðárkróki. Tilraunir með notkun plöntupróteina í stað fiskimjöls í fóður fyrir stærri bleikju hófust í janúar og lauk í maí síðastliðn- um. Um 500 bleikjum úr kynbættum eld- isstofni frá Hólaskóla var skipt í 6 hópa og fóðrað með 5 mismunandi tegundum tilraunafóðurs, auk þess sem einn hópur fékk hefðbundið vaxtarfóður til saman- burðar (LF-23). Hverjum hóp var skipt í 3 ker með 100 fiskum í hverju keri (18 hópar). Allt fóður sem fór í kerin var vegið og fóðurgildrum var komið upp við hvert ker til að fanga það fóður sem ekki var étið. Þannig er hægt að reikna út nákvæman fóðurstuðul, þ.e hve mikið fiskurinn þarf af fóðri til að auka þunga sinn að tilteknu marki auk þess sem auðvelt er að sjá hvort fiskinum mislíkar fóðrið. Fiskar voru lengdar- og þyngdar- mældir í upphafi tilraunar og vaxtarmæl- ingar framkvæmdar að jafnaði mánaðar- lega á tilraunatímanum (5 mánuðir). Í lok tilraunar var kreistur saur úr fiskun- um svo hægt væri að meta meltanleika fóðurtegundanna. Framkvæmdar voru efnagreiningar á fóðri og fiskholdi í upp- hafi og lok tilrauna, auk þess sem eðlis- eiginleikar tilraunafóðurs voru rannsak- aðir. Skynmat var framkvæmt á soðnum fiski í lok tilraunar og voru skynmats- þættir svo sem útlit, lykt, bragð og áferð metnir og bornir saman milli fóðurhópa. Tilraunafóður Hráefnin sem urðu fyrir valinu í tilrauna- fóðrið voru tvær mismunandi tegundir jurtamjöls, repjumjöl og soyamjöl. Kostir þessara hráefna eru einkum þeir að framleiðslan er sjálfbær, framboð er gott og verð ekki nema um fjórðungur af verði fiskimjöls. Það er þó einföldun að líta einungis á kílóverð hráefnis og rétt- ara að skoða heldur verð á meltanlega próteineiningu. Þegar það er gert kemur í ljós að þessar mjöltegundir eru rúmlega helmingi ódýrari en fiskimjöl í innkaup- um. Þegar upp er staðið eru það þó líf- eðlisfræðilegir þættir sem ráða hvað mestu um hentugleika hráefna í fóðri, þ.e hvernig fiskurinn nær að nýta sér hráefnið til vaxtar. Auk próteinhlutans, eru í fóðri olíur (fita), vítamín og stein- efni ásamt bindiefnum (hveiti/kolvetni) og var þessum þáttum haldið sem líkust- um í fóðurgerðunum. Í Töflu 1 eru sýnd- ar þær fóðurtegundir sem rannsakaðar voru og próteinsamsetning þeirra. Helstu niðurstöður Í stuttu máli má segja að niðurstöður hafi komið skemmtilega á óvart. Þegar meðalþyngd hópa var skoðuð (Mynd 1) kom í ljós að þeir hópar sem fengu fóð- ur sem innhélt 28% repjumjöl enduðu með hæsta meðalþyngd allra hópa. Vöxtur fiska í þessum hópi var nokkuð betri en vöxtur fiska sem fengu fóður með 14% repjuinnihaldi, sem er mjög áhugavert en verður ekki auðveldlega skýrt. Slakastan vöxt gaf fóður sem inni- hélt hátt hlutfall soyamjöls (Soya 30) og er það mjög í takt við aðrar fóðurrann- sóknir sem gerðar hafa verið á laxi og regnbogasilungi. Þó meðalþyngdartölur séu áhuga- verðar og gefi ákveðnar upplýsingar, þá Fóðurtegund Fóðurstuðull LF 23 1,004 SUPER 1,025 Repja 28 1,106 Repja 14 1,120 Soya 30 1,215 Mix 1,128 Fóðurgerð Próteingjafar LF 23 Hefbundið vaxtarfóður SUPER 100% fiskimjöl Repja 28 28% repjumjöl Repja 14 14% repjumjöl Soya 30 30% soyamjöl Mix 15% repja og 15% soya Tafla 1. Innihald og hlutfall plöntuhráefna í tilrauna- fóðri. Tafla 2. Fóðurstuðull tilraunafóðurs yfir tilraunatím- ann. Mynd 1. Meðalþyngd fiska í tilraunahópunum sex á fjórum mismunandi tímapunktum yfir tilraunatímann (þyngdarmælingar framkvæmdar mánaðarlega). Hver súla sýnir meðaltal þriggja hópa (þrítekning tilrauna). Mynd 2. Dagvöxtur fiska á tilraunatímanum. Hver súla sýnir meðaltals dagvöxt þriggja hópa (þrítekning til- rauna). aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:42 AM Page 31

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.