Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2006, Side 70

Ægir - 01.07.2006, Side 70
Þegar ekið er um Eskifjörð vekur athygli fallegt rautt hús í fjöruborðinu, sem við nánari skoðun er í eigu Sjóminja- safns Austurlands, en það er einmitt staðsett á Eskifirði, í öðru fallegu húsi. Þetta rauða snotra hús, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, var byggt árið 1890 af norska síldveiðimanninum Peter Randulff. Síðar var hús- ið í eigu bræðranna Þorgeirs og Friðriks Klausen, útgerðar- manna á Eskifirði. Randulffssjóhús er eins og það var upphaflega, bæði utan og innan, og á efri hæð- inni er gömul verbúð þar sem síldveiðimennirnir höfð- ust við á síldarvertíðum. Skammt frá Randulffssjó- húsi er 8 tonna vélbátur, V/B Nakkur, sem var smíðaður í Færeyjum árið 1912. Þessi merki bátur var á Seyðisfirði árin 1929 til 1960 og síðan í þrjá áratugi á Djúpavogi. Í sumar unnu vísindamenn frá Danmörku, Bandaríkjun- um og Japan við rannsóknir á hnýðingi hér við land í sam- starfi við Gísla A. Víkingsson hvalasérfræðing á Hafrann- sóknastofnuninni, en hnýð- ingur er fremur stór höfrung- ur, nær mest rúmlega 3m lengd og 350 kg þyngd og er langalgengasta tegund höfr- unga við strendur Íslands. Rannsóknirnar eru þær fyrstu sinnar tegundar í heim- inum, en þær byggðust ann- ars vegar á hljóðnotkun og heyrn hnýðinga og hins veg- ar að ferðum og búsvæða- notkun. Tveir hnýðingar voru veiddir við Reykjanes með háf og þeim síðan sleppt eftir að hljóðupptökutæki höfðu verið fest við horn þeirra. Hnýðingurinn sem var sleppt í Garðshöfn þann 8. ágúst 2006 synti strax út á opið haf og hélt sig norðvest- ur af Reykjanesi fyrstu tvo dagana en tók síðan stefnuna á Snæfellsnes, þvert yfir Faxa- flóa. Fór stystu leið fyrir Snæ- fellsnesið þann 13. ágúst og hélt áfram norður á bóginn. Dagana 14.-19. ágúst hélt dýrið til á litlu svæði u.þ.b. fyrir miðju mynni Breiðafjarð- ar en synti síðan áfram norð- vestur á Látragrunn. Þaðan lá leiðin að ströndum Vestjarða, fyrir Horn og Suður með Ströndum. Fyrstu niðurstöður benda til að hnýðingur sé mjög hreyfanlegur, hafi mikla yfir- ferð og staldri ekki lengi við á hverju svæði. Þetta er í samræmi við takmarkaðar rannsóknir á einstaklingum sem sést hafa í hvalaskoðun- arferðum frá Keflavík. 70 F R Ó Ð L E I K U R Fylgdust með hnýðingi í sumar Randulffssjóhús á Eskifirði aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 70

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.