Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 70

Ægir - 01.07.2006, Qupperneq 70
Þegar ekið er um Eskifjörð vekur athygli fallegt rautt hús í fjöruborðinu, sem við nánari skoðun er í eigu Sjóminja- safns Austurlands, en það er einmitt staðsett á Eskifirði, í öðru fallegu húsi. Þetta rauða snotra hús, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, var byggt árið 1890 af norska síldveiðimanninum Peter Randulff. Síðar var hús- ið í eigu bræðranna Þorgeirs og Friðriks Klausen, útgerðar- manna á Eskifirði. Randulffssjóhús er eins og það var upphaflega, bæði utan og innan, og á efri hæð- inni er gömul verbúð þar sem síldveiðimennirnir höfð- ust við á síldarvertíðum. Skammt frá Randulffssjó- húsi er 8 tonna vélbátur, V/B Nakkur, sem var smíðaður í Færeyjum árið 1912. Þessi merki bátur var á Seyðisfirði árin 1929 til 1960 og síðan í þrjá áratugi á Djúpavogi. Í sumar unnu vísindamenn frá Danmörku, Bandaríkjun- um og Japan við rannsóknir á hnýðingi hér við land í sam- starfi við Gísla A. Víkingsson hvalasérfræðing á Hafrann- sóknastofnuninni, en hnýð- ingur er fremur stór höfrung- ur, nær mest rúmlega 3m lengd og 350 kg þyngd og er langalgengasta tegund höfr- unga við strendur Íslands. Rannsóknirnar eru þær fyrstu sinnar tegundar í heim- inum, en þær byggðust ann- ars vegar á hljóðnotkun og heyrn hnýðinga og hins veg- ar að ferðum og búsvæða- notkun. Tveir hnýðingar voru veiddir við Reykjanes með háf og þeim síðan sleppt eftir að hljóðupptökutæki höfðu verið fest við horn þeirra. Hnýðingurinn sem var sleppt í Garðshöfn þann 8. ágúst 2006 synti strax út á opið haf og hélt sig norðvest- ur af Reykjanesi fyrstu tvo dagana en tók síðan stefnuna á Snæfellsnes, þvert yfir Faxa- flóa. Fór stystu leið fyrir Snæ- fellsnesið þann 13. ágúst og hélt áfram norður á bóginn. Dagana 14.-19. ágúst hélt dýrið til á litlu svæði u.þ.b. fyrir miðju mynni Breiðafjarð- ar en synti síðan áfram norð- vestur á Látragrunn. Þaðan lá leiðin að ströndum Vestjarða, fyrir Horn og Suður með Ströndum. Fyrstu niðurstöður benda til að hnýðingur sé mjög hreyfanlegur, hafi mikla yfir- ferð og staldri ekki lengi við á hverju svæði. Þetta er í samræmi við takmarkaðar rannsóknir á einstaklingum sem sést hafa í hvalaskoðun- arferðum frá Keflavík. 70 F R Ó Ð L E I K U R Fylgdust með hnýðingi í sumar Randulffssjóhús á Eskifirði aegirgust06_lagad.qxp 9/11/06 9:43 AM Page 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.