Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2010, Side 6

Ægir - 01.07.2010, Side 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Fá, ef nokkur, umræðuefni í íslensku þjóðfélagi hafa verið jafn áberandi og langvinn í samfélaginu síðustu árin og fiskveiðistjór- nunin. Með reglubundnum hætti hefur þetta deiluefni náð hátindi og oftar en ekki látið á sér kræla í aðdraganda kosninga. Varla þarf að vekja nokkra furðu að tekist sé á um þetta mál - jafn mik- ilvægt og það er í þjóðarbúskapnum. Vonandi rennur aldrei upp sá dagur á Íslandi að þjóðinni og stjórnmálamönnum standi á sama um þá auðlind sem fiskimiðin við landið eru. Núverandi sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, steig athyglis- vert skref í júní á síðasta ári með skipan starfshóps sem hefði það hlutverk að skilgreina helstu álitaefni í fiskveiðistjórnuinnni og setja fram valkosti um leiðir til úrbóta „þannig að greininni séu sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma en jafnframt að sátt náist um stjórn fiskveiða,“ eins og sagði í tilkynningu um endur- skoðunarnefndina á sínum tíma. Mörgum þótti nánast ógjörningur að hægt yrði að ná lendingu þar sem áðurnefnd atriði færu sam- an, ekki síst þar sem mikil átök hafa verið undanfarna mánuði um svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi með tilheyrandi innköllun aflaheimilda. Nú hefur nefndin skilað verki sínu til ráðherra með meirihlutaniðurstöðu þar sem bæði fulltrúar stjórnmálaaflanna og hagsmunaaðila í sjávarútvegi leggja til langtímasamninga við útgerðir um nýtingu aflaheimilda og um leið sé enn fastar tryggt í sessi að auðlindin sé eign þjóðarinnar. Þó ekki hafi verið einróma niðurstaða í nefndinni skiptir mestu máli að ná niðurstöðu sem breið samstaða er um. Starf nefndarinnar er aðeins áfangi á leið- inni en þó vegvísir í þá átt sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar gætu orðið sammála um að fara. Og þar með ætti umræðan að fá betri fótfestu því með fullum rökum má halda því fram að stór hluti landsmanna hafi engan veginn náð botni í henni að undan- förnu. Nú á tímum þrífst því miður sú umræðutækni í samfélaginu að þyrla upp nógu miklu ryki - tortryggja helst allt sem gert er og ekki hvað síst það sem snýr að atvinnurekstri. Fyrir barðinu á þeirri umræðutækni hefur sjávarútvegurinn orðið að undanförnu. Nú verður það stóra spurningin hvort starf sáttanefndarinnar skapi sátt til framtíðar. Stjórnvöld hafa hins vegar með beinum hætti tilkynnt að fiskveiðistjórnunin verði sett í þjóðaratkvæði - náist ekki sátt. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig málið er yfir höfuð tækt í þjóðaratkvæðagreiðslu en tíminn verður að leiða í ljós hvort sú verður raunin. Eitt er víst að í aðdraganda slíkrar atkvæðagreiðslu yrðu mikil átök sem vert væri að komast hjá. Hugmyndir um langtímasamninga um nýtingarrétt á auðlindinni eru ekki tilviljun. Það er staðreynd að umrótið í kringum sjávarút- veginn að undanförnu hefur gert að verkum að margir í greininni hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum vegna óvissu um fram- tíðina. Fyrir því finna ekki bara sjávarútvegsfyrirtækin sjálf heldur öll þjónusta við greinina, að ekki sé talað um starfsfólk í grein- inni. Stöðugleikinn til framtíðar er því öllum til hagsbóta. Fáist hann í kjölfar starfa sáttanendarinnar var til mikils unnið. Markar sátta- nefndin tímamót? Hárrétt ákvörðun að leyfa makrílveiðarnar Málflutningur annarra þjóða, nú síðast Íra, frá því að makríll fór að veiðast í umtalsverðu magni við Ísland hefur ein- kennst af því að makríllinn sé þeirra eign. Sé svo, vinsamleg- ast haldið honum þá heima hjá ykkur og hættið að senda hann á beit á íslenskt yfirráðasvæði. Við íslensk yfirvöld vil ég segja: Það var hárrétt ákvörðun að leyfa makílveiðar við landið hvað sem ráðleggingum fiski- fræðinga í Evrópu líður. En svo vill til að það er annar fiskistofn innan lögsögunnar sem þolir miklu meiri veiði en Hafrannsóknastofnunin leggur til og gefið hefur verið út að veiða megi á næsta fiskveiðiári. Það er þorskurinn. Það er góðæri hjá þorskinum og að sjálf- sögðu á að nýta það. Í því sambandi getur sjávarútvegsráð- herra hækkað aflaheimildir í þorski um tugi þúsunda tonna og stuðst við gögn Hafrannsóknastofnunar við þá ákvörðun. Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í grein á heimasíðu sam- bandsins Svæðaskiptingin í strandveiðunum vond Dæmið sem ég heyrði frá ungum sjómanni sem ég hitti ofan á bryggju á Vestfjörðum lýsir þessu vel. Hans staða var sú að mega bara veiða fjóra daga eða svo í mánuði vegna svæðaskiptingarinnar og áætlaði að mánaðarlegur afli sinn gæti orðið svona um tvö til þrjú tonn. Kunningi hans hefði hins vegar hafið veiðarnar aðeins síðar, sá í hvað stefndi og skráði bátinn sinn umsvifalaust utan Vestfjarða og Vestur- lands. Hans afli yrði svona 5 til tífaldur á við afla hins vest- firska unga sjómanns. Þetta er kallað af stjórnarliðum að jafna tækifærin til fiskveiða. Því miður fengu viðvörunarorð okkar sem vöruðum við ýmsu í fyrirkomulagi strandveiðanna ekki mikinn hljómgrunn. Það er því gott til þess að vita að æ fleiri eru farnir að átta sig á vitleysunni. Það má sjá í tilvitnuðum orðum vara for- manns LS og nú síðast í orðum formanns LS sem er búinn að átta sig á hinni fáránlegu svæðaskiptingu. En skaðinn er hins vegar skeður. Löggjöfin í öllum sínum fáránleika hefur gilt þetta fiskveiðiárið. Ábyrgðin á þessum mistökum er hjá þeim sem stóðu þannig að málum, gegn ráðum okkar sem vöruðum við. Vonandi sjá þeir að sér fyrir næsta fiskveiðiár. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, í grein á bb.is U M M Æ L I

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.