Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Síða 10

Ægir - 01.07.2010, Síða 10
10 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N deildarfyrirkomulagið í reynd afnumið í úthafsrækju þar sem enginn leyfilegur heild- arafli er á þeirri tegund fyrir þetta fiskveiðiár. Það er áhugaverð spurning hvort þessi ákvörðun ráðherrans samrýmist stjórnarskrárvörð- um réttindum útgerða, þ.e. geta stjórnvöld á gildandi lagagrundvelli tekið ákvarð- anir af þessu tagi án þess að til bótaskyldu stofnist? Einnig er vart hægt að útiloka að ákvörðun ráðherrans sé ólög- leg af öðrum ástæðum.10) Skipting aflahlutdeilda sam- kvæmt úthafsveiðilögunum Smugudeilu Íslendinga við Norðmenn og Rússa lauk með gerð Smugusamning- anna vorið 1999. Á grundvelli þeirra fengu Íslendingar 1,86% af leyfilegum heildar- afla þorsks í Barentshafi ásamt 30% meðaflaheimild- um. Helminginn af þessum veiðiheimildum geta íslensk skip veitt innan norsku efna- hagslögsögunnar en hinn helminginn innan þeirrar rússnesku. Skömmu eftir gerð Smugusamningsins var afla- hlutdeild úthlutað í þorski í Norður-Íshafi, sbr. reglugerð nr. 306/1999.11) Aflahlutdeild- inni í tegundinni var skipt á milli einstakra fiskiskipa mið- að við þrjú bestu ár þeirra á undangengnum sex árum frá og með árinu 1993 að telja. Á grundvelli meginreglna úthafsveiðilaganna var með 1. ml. 1. mgr. 3. gr. reglu- gerðar um úthlutun aflahlut- deildar og aflamarks í kol- munna nr. 196/2002 mælt fyr- ir um skiptingu aflahlutdeild- ar á milli einstakra skipa í tegundinni, þ.e. hverju skipi var úthlutað aflahlutdeild í hlutfalli við þrjú bestu veiðiár þess almanaksárin 1996-2001. Þróunin við stjórn veiða á norsk-íslensku síldinni varð nokkuð óvenjuleg á tíma- bilinu 1994 til 2001 þar sem á árunum 1994-1997 studdist stjórn veiðanna við ýmis reglugerðarákvæði sem tak- mörkuðu veiðarnar við tiltek- ið aflahámark og að tiltekinn fjöldi skipa hefði leyfi til að veiða það aflahámark en á árunum 1998-2001 byggðist fiskveiðistjórnin á ákvæðum laga um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofnin- um nr. 38/1998 þar sem m.a. var kveðið á um að 5. gr. út- hafsveiðilaganna gilti ekki um úthlutun veiðiheimilda úr stofninum. Þegar lög nr. 38/1998, með síðari breyting- um, féllu úr gildi í árslok 2001, þurfti að ákveða með hvaða hætti stýra skyldi veið- um í norsk-íslensku síldinni eftir það tímamark. Á grundvelli bráðabirgða- ákvæðis, sem bætt var við út- hafsveiðilögin, sbr. lög nr. 50/2002, var öllum skipum, og skipum sem komu í þeirra stað, og sem höfðu veiði- reynslu í norsk-íslenskri síld á árunum 1994-2001, ákvörðuð aflahlutdeild í norsk-íslenskri síld, þ.e. miðað var við veiði- reynslu á öllu þessu tímabili en ekki þrjú bestu ár hvers skips á tímabilinu. Nánar var mælt fyrir um þessa úthlutun í reglugerð um úthlutun afla- hlutdeildar og aflamarks í norsk-íslenskri síld nr. 348/2002.12) Á lögmæti reglna um skiptingu aflahlutdeildar í norsk-íslenska síldarstofnin- um reyndi í Hrd. 2004, bls. 4355 (mál nr. 221/2004). Málsatvik voru þau að skip útgerðarinnar L hafði stundað veiðar á norsk-íslenska síldar- stofninum árið 1996 og árin 1999-2000 og taldi að sér hefði verið mismunað við út- hlutun aflahlutdeildar í norsk- íslenska síldarstofninum svo að varðaði við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þessu hafnaði Hæstiréttur með vís- an til sambærilegra raka og sett voru fram í Vatneyrarmál- inu, sbr. Hrd. 2000, bls. 1534 (mál nr. 12/2000).13) Aflahlutdeild í makríl hef- ur ekki verið úthlutað en stjórn veiðanna í ár hefur ver- ið reist á að skipta megin- þorra aflaheimilda fyrir fram á milli einstakra fiskiskipa á Kaupum ferska þorsklifur Vinsamlegast hafið samband við Einar í síma 897 0541 Niðursuðuverksmiðja Sandgerði

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.