Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2010, Page 18

Ægir - 01.07.2010, Page 18
18 F E R J U S I G L I N G A R Tilkoma Landeyjahafnar breytir miklu í samgöngum við Vestmannaeyjar: Farþegafjöldi Herjólfs langt umfram væntingar „Siglingarnar gengu vel fyrstu vikurnar eftir að við hófum siglingar til Landeyjahafnar þann 21. júlí síðastliðinn. Enda var alveg einstök blíða,“ segir Steinar Magnússon, skip- stjóri á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi en óhætt er að segja að berlega hafi þá komið í ljós hversu miklu Landeyjahöfn breytir í samgöngum við Vest- mannaeyjar. Sigling milli lands og Eyja tekur nú aðeins tæp- lega hálftíma og eru mögu- leikar í farþega- og vöruflutn- ingum þar með allt aðrir en áð- ur þegar skipið sigldi til Þor- lákshafnar. Enda segir Steinar að farþegafjöldinn hafi verið umfram væntingar. Herjólfur tók niðri í höfn- inni nokkrum dögum eftir að siglingar hófust enda segir Steinar að dýpkunarfram- kvæmdum hafi ekki verið að fullu lokið þegar höfnin var vígð. Nú í september urðu svo aftur verulegar truflanir á siglingum í Landeyjahöfn vegna sandburðar inn í höfn- ina en Steinar segir að koma verði í ljós þegar kemur fram á veturinn hvernig gangi að athafna sig við höfnina þegar vindur er sem hvassastur af suðaustri og ölduhæð mest. Fyrrverandi samgönguráðherrarnir, Kristján Möller og Sturla Böðvarsson fögnuðu nýjum áfanga í íslenskri samgöngusögu. Það var eitt af síðustu embættisverkum Kristjáns að vígja Landeyjahöfn. Herjólfur í sinni fyrstu áætlunarferð þann 21. júlí síðastlinn. Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.