Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2010, Síða 19

Ægir - 01.07.2010, Síða 19
19 F E R J U S I G L I N G A R „Suðaustanáttin getur verið mjög erfið viðureignar, sér- staklega í svona þröngri inn- siglingu eins og er að Land- eyjahöfninni,“ segir Steinar en viðtökur farþega segja allt sem segja þarf um þörfina sem var fyrir tíðari ferjusigl- ingar milli lands og Eyja. Stórfjölgun farþega Steinar segir að út frá reynsl- unni verði metið hvers konar skip sé hentugast fyrir þessar siglingar þegar að því kemur að endurnýja Herjólf. „Á fyrsta mánuðinum sigldum við með nærfellt jafn marga farþega og á hálfu ári í fyrra. Það segir mikla sögu um þau áhrif sem tíðari ferðir hafa milli lands og Eyja. Ferjan hefur oft verið fullbókuð nú síðsumars, bæði af flutning- um og farþegum. Bæði er greinileg fjölgun ferðamanna til Vestmanneyja og sömu- leiðis mikið um að fólk úr Eyjum bregði sér í stuttar ferðir upp á land, skreppi í verslunarleiðangur, golf eða sund. Dagsferðir eru mjög al- gengar í báðar áttir og greini- legt nú þegar að útlendingar nota núna tækifærið og skreppa til Vestmannaeyja einn dag,“ segir Steinar. Herjólfur siglir í vetur þrjár ferðir fimm daga vikunnar en fjórar ferðir tvo daga, þ.e. á föstudögum og sunnudögum. Skipstjórar Herjólfs, þeir Steinar Magnússon og Ívar Gunnlaugsson, ganga frá borði með fríðu föruneyti; þeim Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, Kristjáni Möller, samgönguráðherra, Hermanni Guðjónssyni, vegamálastjóra og Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Myndir: Óskar Friðriksson, Vestmannaeyjum Horft yfir Landeyjahöfn. Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.