Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2010, Page 21

Ægir - 01.07.2010, Page 21
21 B L Á S K E L J A R Æ K T Rannsóknir eru lykilatriði „Ég kynntist bláskeljaræktinni fyrst á Nýfundnalandi árið 1996 og fór í framhaldinu að velta fyrir mér þessum mögu- leika hér í Hrísey. Mundi eftir því að hafa séð bláskelina á öllum bryggjustaurum í Hrís- ey sem strákur og áttaði mig á að Eyjafjörður hefði allt sem þyrfti til í bláskeljarækt. Þannig hófst uppbygging Norðurskeljar en síðan tók fyrirtækið flugið með endur- fjármögnun og aðkomu fjár- festa árið 2005. Þá fengum við líka kanadískan eignar- aðila sem er í bláskeljarækt inn í fyrirtækið og ég hef séð að fyrir okkur er mjög dýr- mætt að eiga samstarf við aðra aðila í greininni til að sækja þekkingu og nýjustu tækni,“ segir Víðir aðspurður um upphafið að Norðurskel. Hann segist fúslega viður- kenna að fleiri ljón hafi verið í veginum en hann átti von á þegar fyrstu skrefin voru stig- in í bláskeljaræktinni í Eyja- firði. „Við höfum rekið okkur á margt sem við höfum lært af en Kanadamennirnir hafa margoft bent á að það er ekki óeðlilegt að það taki 10- 15 ár að koma svona fyrir- tæki á legg. Ef saga þeirra í bláskeljarækt er skoðuð þá sést glöggt að samstarf við háskóla og vísindastofnanir um rannsókna- og þróunar- verkefni hafa verið lykillinn að árangri. Tölur um fram- Bláskeljauppskurður á Eyjafirði í sumarblíðunni. Norðurskel hefur yfir að ráða nýjum báti fyrir uppskurðinn en markmiðið er að gera þennan þátt starfseminnar vélvæddari en nú er. Mynd: Ágústa Fanney / Norðurskel

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.