Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2010, Qupperneq 60

Ægir - 01.07.2010, Qupperneq 60
60 S T R A N D V E I Ð A R „Ég reri frá Skagaströnd og var mest út af Skaganum en fór nokkra róðra vestur á Strandir. Þetta gekk ágætlega en maður þurfti alltaf að passa sig á að taka þennan dagskammt því þeir sekta bara grimmt ef maður fer ein- hver kíló fram yfir. Það er ekki fyrir nema aumingja að stunda þetta, varla fyrir al- vörumenn,“ segir hinn eld- hressi Árni Þorgilsson á Sómabátnum Nonna HU á Blönduósi sem var með mest- an þorskafla strandveiðibáta í sumar. Árni er einn á og er með þrjár færavindur þegar best lætur. Hann er ánægður með strandveiðikerfið en er ómyrkur í máli þegar kemur að eftirlitskerfinu með smá- bátunum sem hann segir vera líkast því að kerfið sé að fylgj- ast með stórglæpamönnum. „Þeim væri nær að hafa svona eftirlit inn í bönkunum. Þar hafa menn þó í alvöru verið að koma einhverju undan.“ Gat róið hindrunarlaust í maí og júní Árni var einnig á strandveið- unum fyrra en reri þá frá Vestfjörðum. Hann lagði inn umsókn bæði á því veiði- svæði og á norðursvæðinu fyrir nýliðið tímabil en ákvað að halda sig fyrir norðan þeg- ar hann sá hversu margir ætl- uðu sér á svæðið fyrir vestan. Og sér ekki eftir því. „Ég var heppinn að taka þessa ákvörðun því ég gat róið hindrunarlaust bæði í maí og júní en síðan þrengd- ist um þegar grásleppubát- arnir voru búnir með sína vertíð og komu inn í strand- veiðina. Þá varð minna fyrir hvern en maður reyndi að vera sem næst hámarkinu á dag, sem var 776 kíló. Enda eins gott því þessir háu herr- ar voru víst farnir að rukka 500 krónur á kíló ef farið var eitthvað framyfir,“ segir Árni og bætir við að honum virðist sem þeir séu orðnir jafn margir sem hafi eftirlit með veiðunum eins og þeir sem stundi þær. „Þetta eru orðnar slíkar takmarkanir, hindranir og eftirlit að það tekur engu tali. Og svo finnast alltaf ein- hverjir lubbar sem eru til- búnir að vera í svona eftirliti. Væri nær að þeir kæmu með okkur á sjó!“ Lykilatriði að kæla aflann strax Árni fiskaði 25 tonn af þorski á Nonna HU í strandveiðun- um í sumar og segir afkom- una í lagi miðað við þann afla og einn mann um borð. Það segir nokkuð um að margir hljóta að hafa róið með miklum kostnaði en lít- illi eftirtekju. „Já, þetta var í lagi miðað við aflann hjá mér en ég held að margir hafi ekki haft neitt út úr veiðunum. Svo hefur mikið verið talað um afla- meðferðina en ég held að í þessu eins og öllu öðru þá finnist misjafnir sauðir. Ég blóðgaði allan afla jafnóðum í ísvatn og það er lykilatriði, sérstaklega þagar heitt er í veðri, að ísa aflann og kæla eins og fljótt og hægt er,“ segir Árni. - Hvað finnst þér um þetta strandveiðikerfi? „Mér finnst í sjálfu sér allt í lagi með kerfið sem slíkt en það mætti vera manneskju- legra. Ég sé ekki að það þurfi að elta menn uppi með látum þó þeir fari nokkur kíló yfir dagskammtinn eins og um stórglæp sé að ræða. Það er ekki eins og við séum með nákvæmar vigtar úti á sjó og því hlýtur að vera hægt að fara vægar í sakirnar en sekta menn um stórar fjárhæðir. En heilt yfir finnst mér þessar veiðar ágætar. Þær hleypa lífi í hafnirnar og til að mynda stunduðu þrír bátar héðan frá Blönduósi þessar veiðar í sumar. Það er bara jákvætt,“ segir Árni. Nóg af fiski þó fræðingarnir sjái hann ekki! Árni segir að fiskurinn hafi verið nokkuð góður og farið batnandi eftir því sem leið á sumarið. Hann segir ýsu svo- lítið slæðast með á færin og Hinn sjötugi Árni Þorgilsson á Blönduósi dró 25 tonn af þorski úr sjó á strandveiðunum í sumar: Eftirlitið með smábátunum líkist því að um stórglæpamenn sé að ræða Árni Þorgilsson, smábátasjómaður á Blönduósi. Mynd: Adolf Berndsen / Skagaströnd. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Drifbúnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.