Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Qupperneq 19
kveðnar tillögur eru ekki fyrir hendi. Er líklegt, að i þessuin
flokki séu fleiri héruð en vitað er um hér syðra.
Fullvíst er því um 70—80 fræðsluhéruð, þar sem meiri eða
minni undirbúningur er hafinn að byggingu skólahúsa, en það
er um helmingur allra farskólahverfa í landinu. Auk þess má
telja líklegt, að flest hin farskólahéruðin færu einnig á stúfana,
jafnskjótt og vonir væru glæddar um opinbera styrki til bygg-
inganna.
Vilji fólksins i dreifbýlinu er þvi ótviræður í Jjessu máli, svo
sem vænta má, og áhuginn fyrir þvi fer vaxandi með hverju
ári. Enda er hér um að ræða eitt hið mesta menningar- og rétt-
lætismál, sem nú er á dagskrá með þjóðinni.
Og lausn þessa mikilsverða máls sýnist vera nærtæk og sjálf-
sögð. Tekjurnar af happdrættinu næsta áratug eftir að tímabil
háskólans er útrunnið (1944) ættu að renna til byggingar skóla-
húsa í dreifbýli landsins. Áreiðanlega munu koma kröfur úr
ýmsum áttum um tilkall til happdrættisins, en liver á meiri rétt
en æskan i landinu, einmitt sá hluti hennar, sem nú er afskiptur
meira en sanngjarnt er og við unandi.
Engin kreppusjónarmið mega komast að í þessu máli. Krepp-
ur nútímans eiga miklu fremur rætur sinar að rekja til sál-
rænna og félagslegra orsaka en fjárhagslegra, 1). e. Jijóðirnar
skortir fremur vitsmuni og félagslegan Jiroska en lífsnauðsynjar,
Þess vegna er óvitaháttur að spara um of til þeirra mála, sem
líklegust eru til að leggja grundvöll að bjartri framtíð þjóð-
arinnar. Fólkið i sveitum landsins ætti að sameinast um tillög-
una um happdrættið til skólabygginga. Undirbúið málið hver
i ykkar héraði og sendið áskoranir til fræðslumálastjórnar lands-
ins. —
Nýja háskólabyggingin.
\ iðtal við próf. Alexander Jóhannesson.
Vér áttum tal við prófessor Alexander Jóhannesson og spurð-
umst fyrir hjá honum, hve langt væri nú komið byggingu há-
skólans, en próf. Alexander er eins og kunnugt er sá maðurinn,
sem af mestum áhuga og dugnaði fylgir eftir þessu máli og sér
um framkvæmd þess. Lét hann oss í té eftirfarandi upplýsingar.
Byggingin er orðin foklield, með gluggum og þaki. Eftir er
að húða hana að utan, og verður það gert næsta sumar. Verður
byggingin mjög ljós á litinn. í byggingunni að innan verða
13