Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Page 28
Flugmálin. Mjög mikiö fjör er nú komið i flugmál þessa lands og má heita að flugmálin séu nú að komast á þann grundvöíl, sem byggja má á í framtiðinni. Nú þegar eru stofnuð félög, er taka yfir allflestar liliðar flug- málanna. Félög þessi eru vel lifandi og vex stöðugt fylgi. Tak- mark félaganna er að koma á alhliða flugþroska með þjóðinni. Á landinu eru þessi félög starfandi: Flugmálafélag íslands, sem á s.l. sumri var veitt upptaka í Féderation Aeronautique In- ternalionale, sem er alþjóðasamband flugmálafélaga. Tilgangur félagsins er: 1. Að sameina menn með skilningi og áhuga fyrir flugmálum í eina sterka heild, og efla áhuga fyrir flugsamgöngum hér á landi og til annarra landa. 2. Að halda uppi útbreiðslustarfsemi um almenn flugmál með því a) að stofna til málfunda og fyrirlestra um almenn flugmál og flugvísindi, b) að gefa upplýsingar og veita fræðslu um allt, er að flugi og flugtækni lýtur. Einnig að gefa félagsmönnum tækifæri til að kynna sér flugmál með lestri erlendra flugmála- timarita, og, þegar ásfæður leyfa, gefa út innlent flug- tímarit, þótt ekki komi út oftar en einu sinni á ári. 3. Að annast móttöku erlendra flugmanna og flugvísindamanna. 4. Að starfa að flugmálum vorum sem fulltrúi íslands i „Féder- ation Aeronautique Internationale". Félagar eru um tvö liundruð óg fimmtíu. Svifflugfélag íslands hefir starfað af sérlega miklum krafti frá því fyrsta. Meðlimir félagsins eru um 50 og hafa þegar tíu þeirra lokið fyrsta flugprófinu, hinu svokallaða „A“-prófi. 1200 flug hafa verið flogin á fyrsta flugtæki félagsins, og hafa flestir félags- manna hlotið töluverða leikni í að stjórna flugtækinu. Á Akureyri er einnig starfandi svifflugfélag, sem innan skamms mun hefja smiðar á fyrsta flugtæki sínu. Félagar eru 15 og hafa í vetur undirbúið sig undir flugið með bóklegu námi. Flugfélag Akureyrar var stofnað s.l. sumar á Akureyri með 50.000 króna hlutafé. Félagið hefir fest kaup á einni farþegaflugvél og mun hefja starfsemi innan skamms. Óvist er enn hvernig starfsemi félagsins verður hagað, en búast má við, að það komi upp föst- um flugferðum, ef sýnt verður að landsmenn kunna að meta starfsemi félagsins á reynsluári því, er nú fer í hönd. 22

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.