Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1938, Qupperneq 30
ég tekið myndir af ýmsum frægustu og fegurstu stöðum lands- ins; er þar úr miklu að velja og verkefnið nálega ótæmandi. En garðyrkjukvikmynd yðar, sem sýnd var á garðyrkjusýn- ingunni í Danmörku í sumar? Jú, hún mun verða merkur þáttur i kvikmyndinni, sem sýnir hve mikið má rækta við hverahita hér á landi. Garðyrkjumynd- in hefir verið sýnd 30 sinnum víðsvegar í Danmörku og vakið mikla athygli. Hverirnir og allt, sem er í samhandi við þá, er mjög merkilegt atriði og sérkennilegt fyrir ísland. Hvað gætuð þér hugsað yður að sýnt yrði fleira? Æskilegt væri að atvinnu- og menningarlíf þjóðarinnar kæmi: fram í sem flestum myndum. Einnig væri mikils vert að sýna einkenni fólksins, sem landið byggir, meðal annars til að hnekkja þeirri almennu skoðun úllendinga, að hér búi Eskimóar. Loks liggur beint við að sýna legu landsins og áhrif strauina á lofts- lag og gróður, einnig til að hnekkja þeirri skoðun, að liér sé eilífur ís og kuldi. Hvernig verður myndin skýrð? Að sjálfsögðu verða talskýringar á ensku. Ennfremur er inik- ilsvert atriði að velja íslenzka tónlist með myndinni. Hefi ég þegar valið ýmsa parta úr þjóðlögum vorum, sem eru skyld hin- um margbreytilegu og auðugu blæbrigðum í íslenzkri náttúru. Verður myndatakan ekki kostnaðarsöm? Að vísu mun hún kosta allmikið fé, en sú er bót i máli, að mynd sem þessi bætir jafnframt úr mjög hrýnni almennri þörf, og er þess að vænta, að allmikil eftirspurn verði eftir mynd- inni erlendis, einkum mun hún verða eftirsótt sem fræðslumynd. Einnig mun myndataka þessi geta komið að miklu gagni fyrir innlenda skóla. Margt fleira mætti taka frain um þetta, segir V. S. að lokum, en á þessu stigi málsins er bezt að fullyrða ekki of mikið. Vig- fús er nú að leggja af stað út á land til að taka vetrarmyndir. Stjórnarkosning. Á fundi Rithöfundafélagsins 4. marz voru endurkosnir i stjórn Mál og menning: Eiríkur Magnússon, IJalIdór K. Laxness og Halldór Stefánsson. Af hálfu Heimskringlu h/f eru í stjórninni Kristinn E. Andrésson og Sigurður Thorlacius. Útgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning. 24

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.