Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Síða 5
út af fyrir sig gerir Rauða penna mjög verðmœta í ár, fyrir utan allt annað efni, sém í þeim verður. Fimm bækur strax í ár. Vegna hinna miklu og góðu undirtekta, sem Mál og menning hefir þegar hlotið, höfum við ákveðið að gefa út sem fimmtu bók í ár teikningar og myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, með inngangi eftir Halldór Kiljan Laxness. Við hugsum okkur þetta sem fyrsta ritið í heilum flokki hóka, er Mál og menning gefur út framvegis með myndum af listaverkum eftir islenzka og er- lcnda listamenn. Við höfum hugsað okkur næst bók með mynd- um eftir Ásgrím Jónsson. Þessar bækur eiga að verða i sama broti og Vatnajökull, en varla stærri en 32 blaðsíður eða 4 arkir. Myndirnar eftir Kjarval koma félagsmönnum i hendur samtímis Tveim sögum. 4000 félagsmenn er þegar úrelt takmark. Mál og menning setur sér félagatöluna 5000 fyrir X. jan. næstk. í sambandi við það, að Mál og menning fjölgar útgáfubókum sinum strax á þessu ári fram yfir það, sem iofað var, á hinn hraði vöxtur félagsins að geta haldið enn óslitið áfram. Fjöldi bókhneigðra manna stendur enn utan við félagið, og þó að Mál og menning á þessu eina ári, sem það hefir starfað, sé orðið mjög kunnugt i landinu, þá eru fjölmargir, sem ekki liafa átt- að sig enn á þeim kostakjörum, sem félagið býður, eða hafa rangar hugmyndir um stefnu þess og verið þessvegna tortryggnir að ganga i það. En þegar öllum verður ljóst, að fyrir félaginu vakir eingöngu víðtæk menningarstarfsemi, þá skipa menn sér þar enn i stórum hópum. Kjörorðið á nú að verða: ekkert heimili á landinu utan víð Mál og menning. Við eigum með hægu móti að geta náð því nýja takmarki, er við setjum okkur til loka þessa árs, að koma tölu félagsmanna upp í 5000. Umboðsmenn félagsins og aðrir áhugamenn þess. Mál og menning liefir verið einstaklega heppið með umboðs- menn sína. Hafa þeir nærri undantekningarlaust unnið af mikl- um dugnaði fyrir félagið, og hafa líka að eigin sögn notið stuðn- ings fjölmargra félagsmanna. Eins og ég benti á síðast, á Mál og menning hundruð manna starfandi út um allt iand, sem vinna af menningarlegum áliuga fyrir félagið. Það verður aldrei of oft tekið fram, að á þessu mikla starfi félagsmanna sjálfra bygg- ist vöxtur og viðgangur Máls og menningar. Er við enn í vet- 3

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.