Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 8
verk Rauðra penna. Við fórum af stað með þá sem bókmenta- rit eingöngu, er gæfi sýnisliorn af sögum og ljóðum og vekti alhygli á góðum skáldskap. En þetta verður of þröngt starfsvið fyrir þá nú, þegar þeir eru orðnir ársrit Máls og menningar. Við hljótum að breyta Rauðum pennum meira i þá átt, að þeir verði almennara rit, er tekur fyrir öll menningarmál, jafnt i listum, félagsmálum og bókmenntum, allt sem efst er á baugi árlega eða merkilegast þykir að vekja máls á. Fagurfræði. Skáldskapur eða rit í skáldlegum og listrænum búningi, bæk- ur um listir, ferðasögur, æfisögur merkra manna, verður allt af hið aðgengilegasta og vinsælasta efni, sem hægt verður að bjóða íslendingum. Það lilýtur því einlægt að skipa tiltölulega mikið rúm i útgáfustarfsemi Máls og menningar. Við viljum ein- mitt ieggja ríka áherzlu á það, að viðhalda og glæða bókmennta- skilning þjóðarinnar. Það hefir verið hennar erfðavenja og lífs- unaður, að iðka skáldskaparleslur. Þessa gáfu ber henni einmitt að þroska sem allra bezt, því að það eykur víðsýni og skilning. Það kostar að fylgjast með og læra að meta á hverjum tíma það bezta, sem til er i bókmenntunum. Við annað mega íslenzkir lesendur ekki sætta sig. Mál og menning vill heldur ekki bjóða þeim annað en úrval úr heimsbókmenntunum. Þessvegna tók- um við t. d. þá ákvörðun, að gefa út árlega bók eftir Nóbels- verðlaunahöfund. Þessvegna völdum við líka Móðurina eftir Gorki sem eitt allra fegursta listaverkið úr bókmenntum heimsins. Það getur varla fallið minna í hlut skáldskaparins árlega af útgáfu Máls og menningar en tvær bækur. Það er ekki einungis er- lendar skáldsögur, sem þarf að hugsa um, heldur líka þýdd ljóð, íslenzkan skáldskap, bækur um listir o. fl. Fræðirit um íslenzk efni. Með þessu væri ráðstafað árlega þrem bókum af sex. En þá eru eftir öll hin fræðilegu efni, t. d. fyrst og fremst rit um íslenzka sögu, tungu og bókmenntir. Þrátt fyrir mikla starfsemi i þessum greinum á undanförnum árum, þá vantar þar mjög tilfinnanlega hentugar bækur fyrir almenning. Við eigum enga samfellda fslandssögu, er brýtur af sér kenns'lubókarsniðið, enga bókmenntasögu, ekkert rit um nútíðarmálið. Mál og menning verður að leita til hinna beztu fræðimanna að fá samdar bæk- ur um þessi efni, og er lika þegar farið til þess. Þegar þetta 6

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.