Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 13
þó ekki orðið neinn fastur félagsskapur, heldur lauslegir hópar, og væri sennilega mesl þörf fyrir þá i sveitum og smákauptún- um, þar sem litið er um annan félagsskap. Það væri jafnvel liugsanlegt siðar meir í sambandi við svona hópa, að þeir fengju höfunda hókanna, er Mál og menning gefur ut, til að heimsækja sig og ræða um bækurnar. .Það mætti hugsa sér myndun þess- ara hópa þánnig, að einhver félagsmaður í sveit eða kauptúni fái upp hjá okkur eða umboðsmanni nöfn þeirra félágsmanna, sem eru í grennd við hann, fari síðan á fund einhverra þeirra eða skrifist á við þá. Ég hefi viljað reyfa allt þetta mál fyrir féíagsmönnum. Væri mjög æskilegt, að heyra undirtektir þeirra, hæði um útgáfuna og eins myndun þessara leshópa. Við eigum enga ósk heitari en þá, að Mál og menning geti orðið meira en í orði menningar- félag. Við göngum að þessu starfi með brennandi áhuga og trú á ménningargildi þess. Hindr miklu undirtektir þjóðarinnar hafa vakið hjá okkur örugga hjartsýni, og við treystum félagsmönn- um til að vinna að því allir sem einn, að Mál og menning haldi áfram að vaxa og eflast. Kristinn E. Andrésson. Koma Reumertshjónanna. Leiklistin hefir frá öndverðu átt erfiðara uppdráttar hér á landi en flestar aðrar listgreinir, og valda þvi auðvitað að veru- legu ieyti ytri örðugléikar, svo sem fólksfæð, húsnæðisleysi, lítill stuðningur hins opinbera, o. fl. Eitt veigamesta atriðið í þessu sambandi er þó e. t. v. einangrunin, erfiðleikarnir á þvi að bera hinar innlendu tilraunir saman við þroskaða list annarra landa. Af því skapast óákveðinn og reikull smekkur og lágar kröfur bæði hjá leikendum og áhorfendum. Hinn eini saman- burður, sem kostur er á að jafnaði, eru kvikmyndirnar, en þær hafa yfirleitt haft spillandi áhrif á leiklistina bæði hér og ann- arstaðar. Koma Reumerts-hjónanna á síðastliðnu vori var því menn- ingarlegur viðburður, um leið og hún gaf leikhúsgestum höfuð- staðarins tækifæri til að njóta góðrar listar. Leikur Reumerts- hjónanna gaf okkur ákjósanlegt tækifæri tif að bera saman leik- listina hér og erlendis, það sem náðst hefir og það, sem þarf að nást, og þau hafa vafalaust opnað augu fjölda margra fyrir hinum miklu og margvíslegu verðmætum, sem góð leiklist fel- ur i sér. 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.