Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 23
anna hefur sannarlega verið fjölþœtt og margvísleg, stundum
hefur hlásið óhyrlega að visu, en oftast hefur verið haldið i
áttina að settu marki og erfiðleikarnir yfirunnir með bjartsýni
og þrautseigju.
Athyglisverður er og siðasti kafli minningarritsins, „Ung-
mennafélögin og þjóðfélagsþróunin“. Hann er fyrst og fremst
merkileg heimild um atvinnu og þjóðfélagsþróunina á íslandi
það sem af er þessari öld. Ennfremur sýnir höf. fram á það
með ljósurn dæmum, hvernig þessi félagsskapur æskunnar strax
i upphafi og til þessa dags, hefir staðið i fylkingarbrjósti hinna
þjóðlegu, og jafnframt róttæku og framsæknu, afla í landinu.
En það er líka ljóst af lestri þessa kafla, að málstaður efna-
minni stéttanna í þjóðfélaginu hefur oftast átt drjúgan banda-
mann i ungmennafélögunum, og að rit þeirra „Skinfaxi" túlk-
aði lengi og vel hugsjónir og réttindamál alþýðunnar og bar
hönd fyrir höfuð hennar, meðan hún enn átti þess lítinn kost
að koma við málsvörn á opinberum vettvangi.
Nú, þegar U.M.F.f. liefur ráðizt í þessa merkilegu útgáfu, er
þess fyllilega að vænta, að henni verði vel tekið. Ritið er 450
bls. í stóru broti og prentað á vandaðan pappír. Það er prýtt
fjölda mynda af forvigismönnum félaganna og frá starfsemi
þeirra og mótum. I stuttu máli: Útgáfan og allur frágangur
er U.M.F.Í. til sóma.
Og þó eru verkin sjálf mikilsverðust, Grettistökin, sem fé-
lögin hafa lyft til hagsbóta og menningarauka fyrir æsku lands-
ins. Allir vinir ungmennafélaganna óska áreiðanlega, að þau
verði þó enn fleiri og stórbrotnari næsta aldarþriðjunginn.
Megi þetta rit verða öflug hvatning til hinnar framsæknu æsku
í landinu til að standa saman á verði um það, sem unnið er
og lil að sækja fram til nýrra og stærri sigra.
Guðm. Vigfússon.
Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvíta móðir. Söguljóð.
1.
Ég sat og rabbaði við gamlan og greindan hagyrðing eitt kvöld-
ið fyrir skennnstu og naut þess, hve gaman hann hafði af þvi
að tala um rímur og annan kveðskap og hve vel og skemmti-
lega hann fór með visur þær, sem hann lét mig heyra. Margt
af þeim var prýðilega ort og ekki sízt það, sem var eftir hann
sjálfan, en sumt þótti mér ærið skotið með kenningum og óvenju-
legum orðuiu, sem nú sjást eða heyrast sjaldan. En dýpst snart
mig þó sú innilega játning hans, er hann sagði, rétt áður en
21