Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Qupperneq 29
.arkaflar, sem liafa sígilt bókmenntalegt verðmæti, t. d. kaflarnir
um skáldin Dsjambúl og Púskin. Lýsingin á hinum ægilega Stalin
mun þykja eftirtektarverð. Viða eru sprettir harðrar ádeilu og
hvassasta háð. Þar er penni hins djarfa bardagamanns, sem tel-
ur það ekki nóg að vera skáld og skynja öðrum dýpra ófull-
komleika mannsins og sárar þjáningar, heldur berst af skerpu
og hugrekki fyrir fegurra lífi mannsins undir nýjum þjóðfélags-
háttum. Þetta varnar samt ekki höfundinum að geta séð hlut-
ina frá humoristísku sjónarmiði, kýmt og hlegið, þegar svo á
við. T. d. dettur það í hann á einum stað i bókinni, að fara
að yrkja á mjög islenzka vísu um bóndann í Kreml. Síðasta
■erindið er þannig:
En nú er annar uppi,
öld nýtur snilldarmanns.
Það er líbblegur litur i túni
og laukur i garði hans.
í sluttu máli: Gerska æfintýrið er enn eitt snilldarverkið frá
hendi þessa frábæra skálds. Eg trúi engum til að fremja það
andlegt pislarvætti við sjálfan sig að neita sér um að lesa hana,
og enginn þarf að óttast hana að því leyti, að hún komi inönn-
um til að taka upp rússneskar siðvenjur, ekki gumar höfundur-
inn svo af þeim. Kr. E. A.
Næstu bækur Heimskringlu.
Útgáfustarfsemi Heimskringlu verður meiri á þessu ári en
verið hefir undanfarið. í vor koniu út hjá forlaginu hækur eft-
tvo snjöllustu rithöfunda þjóðarinnar: íslenzkur aðall eftir Þór-
berg Þórðarson og Höll sumarlandsins eftir Halldór Kiljan Lax-
ness, báðar mikil ritverk. Þó aðeins sé litið á málsnilld og
stíl þessara höfunda, eru bækur þeirra ómetanleg verðmæti til
að læra af þeim íslenzkt mál og njóta þess í fullri auðlegð. And-
vökur, 6. bindi, eftir Stephan G. Stephansson eru nærri full-
prentaðar. Þær eru ómissandi eign fyrir alla þá, sem eiga fyrri
bindin. Sum af beztu kvæðum Stephans' eru í þessu bindi. Eftir
miðjan septeinber kemur bók eftir Sigurð Einarsson, docent. Hún
heitir Líðandi stund. Eru valdar i þessa bók heztu ritgerðir Sig-
urðar frá síðustu árum, en mikill liluti af efni hennar hefir ald-
rei birzt áður. Af hinu nýjasta er útvarpserindi það, sem Sig-
urður hélt i Kaupmannahöfn í sumar og vakti athygli stórblað-
anna þar. Ennfremur er að koma ný bók, Gerska æfintýrið eftir
Halldór Kiljan Laxness. Hún er um Sovétríkin, dvöl höfundar-
27