Tímarit Máls og menningar - 01.09.1938, Side 31
en nokkru sinni fyrr, nærri 80 af þeim, er prófið stóðust, verða
frá að hverfa, og kappið við að komast inn í skólann, fá nógu
háa einkunn, er vægast sagt óheilbrigt. í stað þess að hinir
útvöldu 25 nemendur komust í fyrra af með 7 stig í meðal-
einkunn, þurfti nú 8 stig. Það er orðin margra mánaða þrekraun
lærðustu kennara að kenna börnum undir 1. hekk Menntaskólans.
Frá því í vor liafa orðið allmiklar umræður um þelta mál i
dagblöðunum, og forstöðumenn heggja menntaskólanna liafa lát-
ið í ljósi álit sitt á málinu. Sigurður Guðmundsson skólameist-
ari lieldur því fram, sem er og vitanlegt þeim, er þekkja til
húsakynna Menntaskólans i Reykjavík, að húsnæðisleysið eilt
saman er ekki frambærileg ástæða fyrir takmörkuninni. Má t.
d. benda á það, að nota mætti til kennslu húsrúm bókasafns-
ins íþöku og að undirbúningskennsla fyrir um 70 börn, er und-
ir inntökupróf ætla að ganga, fer fram i húsakynnum skólans
síðara hluta vetrar. Annað mál er það, að sú offylling skól-
ans, er leiða myndi af því, að húsakynni hans væru notuð til
hins ýlrasta, er mjög slæm, bæði frá menningarlegu og heilsu-
fræðilcgu sjónarmiði, eins og Pálmi Hannesson rektor bendir á.
Það fæst engin varanleg lausn á þessu máli, nema með því að
reisa nýjan menntaskóla. Bygging nýs menntaskóla er krafa,
sem alls ekki má hvika frá. Aðrar ráðstafanir, eins og t. d. sú,
að leggja niður gagnfræðadeild Menntaskólans og koma upp öðr-
um skóla fyrir hana, eru algerlega gagnslausar og verða til þess
eins að tefja fyrir því, að nokkuð sé gert í málinu. Við það
að gagnfræðadeildin væri lögð niður, losnuðu aðeins tvær
kennslustofur, auk þess sem reynast myndi óheppilegt að slíta
hana úr tengslum við Menntaskólann. Ný menntaskólabygging
væri eftir sem áður knýjandi nauðsyn, og það er verkefnið, sem
verður að fara að berjast fyrir af einhverri alvöru, að leyst
sé. En nýr menntaskóli verður ekki reistur á einu eða tveim-
ur árum. Það kostar eflaust all-langan tíma að koma þessu
máli í framkvæmd, enda þótt strax væri sýnd einhver viðleitni
til að hafast eitthvað að. Og meðan beðið er eftir nýrri mennta-
skólabyggingu, verður alls ekki hægt að una þeirri takmörk-
un, sem nú er. Það verður til bráðabirgða og það strax í baust,
að bæta við einni kennslustofu handa 1. bekkjar nemendum.
Þar með gætu 25 nýir nemendur af þeim, sem prófið stóðust
í vor, fengið aðgang að Menntaskólanum, og bætir það dalitið
úr því óréttlæti, sem nú á sér stað. Það eru engin haldbær
rök fyrir því, að þelta sé ekki hægt. En jafnframt verður
að halda á loft kröfunni um nýja menntaskólabyggingu. Eins
29