Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2013, Qupperneq 26

Ægir - 01.06.2013, Qupperneq 26
26 F I S K M A R K A Ð I R „Það bara fínn gangur í þessu og talsvert mikil viðskipti að fara fram,“ segir Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Siglufjarð- ar. Talsvert er um landanir á rækju og línubátar, færabát- ar, trollbátar og togarar eru að landa hjá markaðnum. „Við erum að fá fisk frá Samherja, þ.e.a.s. frá Björg- úlfi, Björgvin og Kaldbaki, aðallega ufsa, kola, hlýra og annan aukfisk. Framboðið er ágætt og við erum búnir að selja á fjórða þúsund tonn frá áramótum,“ segir Steingrímur léttur í bragði enda salan það sem af er ári orðin meiri en fyrir sama tímabil í fyrra sem var mettímabil. Offramboð framkallaði verðlækkun „En verðið er bara lélegt. Það á við um allan fisk. Staðan er ekki beysin úti og fiskverð lækkaði líka þegar strand- veiðiflotinn hóf veiðar. Við það varð bara offramboð á mörkuðum og fiskverð lækk- ar, það er alveg augljóst. Við erum á svæði B í strandveið- um og um næstu mánaðamót má róa á öllum svæðum. Yfirleitt hefur verð hækkað þegar svæði A hefur verið lokað. En almennt má segja að sjávarafurðir hafi lækkað allt í kringum okkur með minni kaupgetu á erlendum mörkuðum. Kreppan er dálít- ið að narta í okkur,“ segir Steingrímur. Verð á ýsu hækkar Hann segir mikið um landan- ir á Siglufirði og þar sé rækj- an fyrirferðamikil. Einir sjö rækjubátar eru að landa þessa dagana en talsverð rækjuveiði hefur verið úti fyr- ir Norðurlandi. Að meðaltali hefur hver bátur verið að landa á bilinu 20-25 tonnum og allt fer þetta í vinnslu á Siglufirði. Tveir bátanna landa á Hvammstanga og er aflanum ekið til Siglufjarðar til vinnslu. „Þegar mikið framboð er dag eftir dag hlýtur það að gerast að verðið gefi eftir. Hins vegar hefur verið mjög hátt verð á ýsu, en vandinn er að það er lítill ýsukvóti til staðar. Það er ýsa út um allan sjó og það mætti alveg auka ýsukvótann. Ýsuverðið lækk- ar ekkert á mörkuðum, hækkar bara ef eitthvað er,“ segir Steingrímur. Stefnir í að metið frá í fyrra verði bætt Afli streymir í gegnum húsið á leið til vinnslustöðva. Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Siglufjarðar.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.