Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2013, Page 9

Ægir - 01.07.2013, Page 9
9 Ö R Y G G I S M Á L það falli vel að starfsemi fyr- irtækisins, þar sem öryggis- mál séu í forgangi. Hamar ehf. vinnur mikið fyrir sjávar- útveginn. Fyrirtækið er sér- hæft þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni. Meginstarfsemin er þjónusta við sjávarútveg og stóriðju. Hamar er með starfsemi á fimm stöðum á Íslandi og er þar með með langstærsta þjónustunet sambærilegra fyr- irtækja á Íslandi. Öflug tækni- deild Hamars sá um hönnun og útreikninga fyrir smíði Kristjánsbúrsins. „Hönnun Kristjánsbúrsins gengur út á einfaldleika til að draga úr hættu á bilunum. Við erum nú að ljúka við hönnun á öðru búri sem ætl- að er fyrir frystivörur. Það búr er einnig unnið í sam- starfi við Samherja enda leggja þeir sig fram við að tryggja öryggi og velferð sinna manna,“ segir Kári. Byltingarkennd aðferðafræði Starfsmenn Promens á Dalvík fylgdust með smíði og próf- unum Kristjánsbúrsins. Daði Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Promens Dalvík ehf., segir Kristjánsbúrið byltingar- kennda aðferðafræði við meðhöndlun á fiskikerjum. „Sæplastkerin frá Promens eru þekkt fyrir endingu, styrk og öryggi. Undanfarin ár höf- um við unnið markvisst að því að endurbæta kerin til að auka öryggi í meðhöndlun þeirra. Samstarfið við Hamar er enn einn áfanginn á þeirri vegferð og kemur til með að efla framleiðslu Promens,“ segir Daði. Hann segir búrið þegar hafa verið tekið í notk- un hjá nokkrum viðskiptavin- um. Fyrstu viðbrögð séu mjög jákvæð og það hefur spurst út. „Það bíða því marg- ir spennir eftir að prófa bún- aðinn.“ Kristján Guðmundsson, sá er búrið er nefnt eftir, flutti áhrifaríka ræðu þegar búrið var sýnt almenningi á Fiskideginum mikla. Hann slasaðist alvarlega þegar hann varð undir kerjastæðu í löndun á Dalvík fyrir tveimur árum. Það slys varð kveikjan að þróun þessa nýja verkfæris við löndun úr skipum sem líkast til á eftir að verða í almennri notkun bæði hérlendis og erlendis innan tíðar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.