Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 18
18
fengu þau síðan 30% skerð-
ingu á kvóta og þar með
hurfu þessi 30 tonn út úr
bókhaldinu en eftir stóð
skuldin við bankann.
Viðar segir þó að starfs-
skilyrðin innan sjávarútvegs-
ins hafi ekki verið upp á
marga fiska undanfarin ár.
„Afkoman hefur verið
þokkaleg en þessi pólitíska
óvissa um framtíð sjávarút-
vegs á Íslandi hefur verið al-
gjörlega óviðunandi. Það er
leiðinlegt til þess að vita að
stór hópur fólks í landinu
hefur á engan hátt kynnt sér
þær leikreglur sem eru í
gangi innan sjávarútvegs og
þetta á jafnt við um stóran
hluta þjóðkjörinna fulltrúa á
Alþingi.“
Sjávarútvegurinn er vel rekin
atvinnugrein
Hann bendir á að þrátt fyrir
allt sé íslenskur sjávarútvegur
vel rekinn á sama tíma og
hann njóti ríkisstyrkja alls
staðar í kringum okkur og sé
á framfærslu skattborgaranna
í þeim löndum.
„Við hljótum að vilja arð-
bæran sjávarútveg sem fram-
leiðir eftirsótta vöru og sem
skilar arði til samfélagsins og
fyrirtækjanna sem vilja
byggja sig upp. Það kostar
allt að fimm milljörðum
króna að láta smíða uppsjáv-
arskip. Við erum með úreltan
flota í dag. Greinin þarf því
að fá svigrúm til að geta end-
urnýjað skipaflotann og fjár-
fest í húsnæði, tækjum og
tækni til að vera á meðal
þeirra bestu.
Viðar segir að vaxtasprot-
inn í sjávarútvegi felist ekki
síst í aukinni menntun starfs-
manna, sjálfbærni fiskistofn-
anna og aukinni nýtingu á
hráefninu.
„Við vonumst til þess að
kvótarnir eigi eftir að aukast.
Við sjáum þorskstofninn
dafna og vonandi verður
framhald á því. Það er góður
gangur í uppsjávarveiðum,
makrílnum og norsk-íslensku
síldinni, þó ákveðnar blikur
séu á lofti með bæði síld og
loðnu. Það þarf nefnilega
ekki mikið að breytast í haf-
inu. Við erum að eltast við
villtan fisk sem virðir enga
lögsögu og við erum að upp-
lifa breytt hitastig í sjónum
sem getur breytt göngu-
mynstri fisks. Margir óvissu-
þættir eru því til staðar en
við vonum að umhverfið
verði okkur hliðhollt,“ segir
Viðar.
Unnið að flökun, snyrtingu og pökkun. Húsnæði Narfa er 750 fermetrar og byggði fjölskyldan það árið 1999.
F I S K V I N N S L A