Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Síða 17

Ægir - 01.09.2010, Síða 17
17 F R É T T I R skyrið. Allt eru þetta úrvals vörur sem njóta ímyndar landsins og styrkja hana um leið. Við sjáum að sóknarfær- in eru mýmörg. Sá árangur sem hefur t.d. náðst í Whole Foods verslununum í Banda- ríkjunum er undraverður. Þetta eru hágæðaverslanir miðaðar að efnameiri einstak- lingum sem eru meðvitaðir um heilsusamlegt líferni og vandaðar matvörur og verðin eftir því. Þær eru því einn besti hugsanlegi vettvangur- inn fyrir sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. Um leið er hægt að nota afurðirn- ar í landkynningarskyni. Millj- ónir Bandaríkjamanna sjá ís- lenskar afurðir í verslunum Whole Foods og með góðri kynningu er hægt að vekja forvitni þeirra á Íslandi. Þetta eru ferðamenn sem við vilj- um gjarnan fá til landsins. Þeir eru yfirleitt vel efnaðir og hafa mikinn áhuga á hreinni og óspilltri náttúru, sjálfbærum afurðum og end- urnýjanlegum orkulindum. Ís- land uppfyllir öll þessi skil- yrði og í því liggja tækifæri okkar,“ segir Ingvar. Að tryggja sjávarafurðum sess í lífi neytandans Finnbogi Baldvinsson, for- stjóri, segir stærstu sóknarfæri Icelandic Group í dag liggja í því hvernig fyrirtækið tryggi afurðum sínum sess í daglegu lífi neytandans. Það feli í sér heildstæðan skilning á því hver er neytandi vörunnar, hverju hann er að leita eftir og hvernig hægt sé að mæta væntingum hans. Og vonandi gera betur! Til þess þurfi nýj- an hugsunarhátt sem sameini alla þætti virðiskeðjunnar, allt frá veiðum og vinnslu til virð- isaukandi framleiðslu á vöru sem uppfyllir væntingar neyt- andans um gómsæta máltíð. „Í þróuðum neytendasam- félögum er gríðarlegt magn af upplýsingum um kauphegð- un neytenda. Þær eru svo ná- kvæmar að auðvelt er að skil- greina þrönga markhópa fyrir sérstakar þarfir eða breiða markhópa fyrir dagleg inn- kaup og þróa afurðir sem uppfylla þarfir þessarar eftir- spurnar. Tökum sem dæmi inn- kaupaferð í stórmarkað. Venjulegur neytandi horfir á vöruúrval af um 50.000 afurð- um í hverri ferð. Að jafnaði Ú T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Nokkrar staðreyndir um Icelandic Group • Stofnað árið 1942 • Icelandic Group er eitt 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í heimi og eitt 5 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Evrópu • Veltir um 180 milljörðum króna á ári eða sem jafngildir um milljarði máltíða. • Dótturfélög Icelandic eru nú 30 talsins í 14 löndum. • Starfsmenn eru um 3.700. Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.